Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1990, Blaðsíða 12

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1990, Blaðsíða 12
HVAÐ GERÐIST Loönuát þorsksins þrefaldaöist frá 1984 til 1985 með þeim afleiðingum að loðnustofninn nær kláraðist. Jafnframt át þorskurinn stöðugt meiri síld, smáþorsk og ýsu. 12 VÍKINGUR fiskstofna í Barentshafi en sprengingarí rannsóknar- skyni." Nýtt hljóð í strokkinn Allt til nú hafa skýringar á hruninu í Barentshafi verið í svipuðum dúr og nefnt var hér að ofan. Því kom mér það veru- lega á óvart að heyra nýja skýr- ingu sem brýtur í bága við allt sem hingað til hefur verið sagt. Og það var ekki neinn maður úti í bæ sem gaf hana, heldur sjálfur Odd Nakken, forstjóri norsku Hafrannsóknastofnun- arinnar. í dagblaðinu Bergens Tidene laugardaginn 6. janúar sl. er haft eftir Odd Nakken: „Niðurstöður úr fjölstofna rannsóknum benda til þess að fæðuþörf hins mjög svo vax- andi þorskstofns hafi tvöfaldast frá 1984 til 1986. Þetta kom mest niður á loðnunni. Loðnuát þorsksins þrefaldaðist frá 1984 til 1985 með þeim afleiðingum að loðnustofninn nær kláraðist. Jafnframt át þorskurinn stöð- ugt meiri síld, smáþorsk og ýsu. Árið 1985 og 1986 át þorskurinn um 500 þúsund tonn af síld, og trúlega er þetta meginskýringin á því að þessir tveirsíldarárgangareru horfnir. Þrátt fyrir að þoskurinn æti upp loðnu og síld og seinna bæði ýsu og þorsk, fékk hann samt ekki nóg æti. Frá 1986 hefur þorskurinn vaxið miklu hægar en hann gerði áður. Meðalþyngd 5 ára þorska var 1,8 kg veturinn 1986 en meðal- þyngd 5 ára fiska árið 1988 var einungis 0,7 kg. Auk þessara náttúrulegu or- saka bættist við að miklu af smáfiski var kastað fyrir borð, sérstaklega 1986/7. Þótt það sé smáræði samanborið við vaxtarrýrnunina og það sem ét- ið var, má ekki alveg líta fram hjá því.“ Odd Nakken sagði ennfrem- ur að ekki hefði verið hægt að komast hjá hruninu í loðnu- stofninum þótt dregið hefði verið úr loðnuveiðunum, eða þeim næstum hætt, frá árinu 1983. En hrunið hefði etv. ekki orðið eins snöggt. Nú er loðn- ustofninn að rétta við aftur. „Seiðaárgangurinn frá 1989 virðist vera af eðlilegri stærð og vekur vonir um að stofninn sé í framför. Allt útlit er fyrir að hægt verði að hefja loðnuveiðar snemma á þessum áratug, þótt Hrun þorskstofiisins í Barentshafi: ekki sé hægt að tímasetja það nákvæmlega. Ekki er hægt að búast við að þorskstofninn rétti við fyrr en nýr sterkur árgangur lítur dags- ins Ijós. í fyrsta lagi fæðist slíkur árgangur á þessu ári og yrði hann þá veiðanlegur 1994-95.“ Auðvelt er að vera vitur eftir á. Þá virðast hlutirnir auðskilj- anlegir og auðskýrðir. En hvað voru mennirnir að gera á haf- rannsóknastofnuninni í Bergen á meðan þorskurinn var að hreinsa upþ Barentshafið, eitt- hvert auðugasta hafsvæði jarðar? Voru þeir að bíða eftir því að Þorskstofninn stækkaði svo hægt væri að veiða mikið af stórum fiski? Sáu þeir ekki hvað var að gerast fyrir framan nefið á þeim? Hefði verið hægt að gera eitthvað til þess að draga úr þessu gereyðingarafli sem sveltandi þorskurinn var? Hefði verið rétt að ráðast á þorskinn með öllum tiltækum flota? Víst var að á þessum tima voru norskir fiskifræðingar að reyna að fá Rússana til þess að stækka möskvann og veiða minna af smáfiski. Þeir voru ómeðvitaðir um það sem var að gerast í hafinu, blindaðir af hugmyndinni að hægt væri að byggja upp fiskstofna með frið- un. Hver verður sóttur til ábyrgð- ar? Er einhver borgunarmaður fyrir þessum mistökum? Og ef til vill er mikilvægasta spurn- ingin: Eru fiskifræðingarnir sem í hlut áttu, menn til þess að viðurkenna sín mistök og not- færa sér hina nýju dýrkeyptu reynslu? Ef skýringar Nakkens eiga viö rök að styðjast, þá hefur „hin hefðbundna fiskifræði" beðið alvarlegt skipbrot. Þá þarf að fara að viðurkenna að fiskarnir í hafinu stóra lúti sömu líffræðilegu lögmálum og önnur dýr sem lifa í afmarkaðra um- hverfi, eins og í heiðatjörninni til dæmis. Vistkerfið virðist hafa alveg farið úr skorðum - segir Jakob Jakobsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.