Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1990, Blaðsíða 5

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1990, Blaðsíða 5
RITSTJÓRNARGREIN Fyrr á öldum áttu kóngar löndin. Þeir leigdu, seldu eða gáfu hjálparhellum og vildarvinum sínum hluta aflendum sín- um, sem uxu að völdum og veraldlegum auði af landinu sem þeim var afhent til eignar. Þannig reis upp fámenn stétt auð- manna, sem réð ekki eingöngu lögum á lendum sínum, heldur einnig og ekki síður lífi alls almennings sem bjó á landi þeirra. Þeir skömmtuðu lýðnum frelsi og lífsviður- væri svo naumt að rétt dugði til að halda tórunni íþeim harðgerðari, ogjafnframt óx enn auður þeirra og veldi. Þegar kom fram á síðustu öld fór lýður- inn að reyna að velta afsérþessu oki, sem þá hafði staðið öldum saman. Það var hörð og blóði drifin barátta í heila öld, og vel það. Nú er svo komið að þær eftir- legukindur af þessum forna aðli, sem enn eru til, eiga fátt eftir nema úrelta titla að skreyta sig með. Þessa sögu áttum við öll að læra ískóla, en sum okkar hafa kannski svikist um og önnur gleymt, sjálfsagt mest fyrir það að þetta aðalsmannakerfi náði aldrei neinni verulegri fótfestu hér á íslandi. íslending- um tókst furðanlega að standa gegn fjötr- um þess, þrátt fyrir að kóngar margra alda hafi lagt á þjóðina ýmsa fjötra. Þeim mun ömurlegra er að nú skuli liggja fyrirAlþingi íslendinga til alvarlegrar umræðu frumvarp, sem felur í sér endur- reisn þessa mannfyrirlitningarkerfis aftan úr grárri forneskju. Kerfis sem afhendir örfáum útvöldum stærstan hluta af þjóð- arauði íslendinga, fiskinn í hafinu um- hverfis landið, til eignar og allrar ráðstöf- unar, næstum þvíað segja eftir eigin geð- þótta og fyrir gjafverö. Hér er auðvitað átt við frumvarpið um stjórnun fiskveiða, eða kvótakerfið, eins og það er í daglegu tali kallað. Kerfið hefur verið reynt í nokkur ár og frumvarpið sem nú liggur fyrirAlþingi er lagt þar fram til að festa kerfið í sessi um ókominn tíma og þar er nánast gulltryggð sköpun hins nýja aðals á íslandi. Þvímiður eru þetta ekki hrakspár, heldur frásögn af staðreyndum. Fjársterkir útgerðarmenn togara hafa nú þegar keypt marga báta og lagt kvóta þeirra við þann sem þeir áttu fyrir. Bátun- um er lagt eða þeim hent og áhafnirþeirra missa vinnuna. Nú þegar „á“ togari vel- stæðrar útgerðar allt að þreföldum kvótaá við þá sem minnst eiga, og getur jafnvel aukið það í fjórfalt. Þá er launamisrétti sjómannanna orðið gífurlegt, en lítið er hlustað á álit þeirra á þessari kaupsýslu. Togararnir með litlu heimildirnar eru flestirgerðir út frá litlum sjávarplássum og leitast við að halda uppi atvinnu í heima- byggðinni. Þar fer fiskverð að öllum líkind- um eftir ákvörðun verðlagsráðs, og erþað lægsta sem greitt er. Hinn á miklu auð- veldara með að selja afla til útlanda á miklu hærra verði og enn eykst launamun- urinn. Næsta skref er líklegt til að verða, eins og raunar hefur þegar sýnt sig í kjördæmi sjávarútvegsráðherra, að sjómennirnir með litla hlutinn una ekki hlutskipti sínu og ganga í land. Er þá ekki rökrétt framhald að velstæða útgerðin kaupi togarann þeirra og síðan nokkra báta til að stækka kvótann hans? Fyrr en varir getur allur fiskiskipastóll landsmanna verið kominn á hendur 10 til 15 manna, sem þá „eiga“ líka allan fiskinn ísjónum umhverfis ísland. Þá er upp risinn hinn nýi aðall á íslandi, aðall sem ákveður hvar sjómenn og fiskverka- fólk á að búa, hvað það á að bera úrbýtum og hvaða mannréttinda það á að njóta. Þetta miðaldakerfi kapítalismans er því miður í augsýn á íslandi á sama tíma og milljónaþjóðir eru að velta af sér hlið- stæðu kerfi forréttindastétta kommúnis- mans. 34. þing FFSÍ gerði í haust mjög harð- orða samþykkt gegn sölu á óveiddum fiski og stjórn FFSÍberst afalefli gegn heimild- um til þessháttar viðskipta. Sigurjón Valdimarsson ritstjóri HINN NÝI AÐALL VÍKINGUR 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.