Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1990, Side 5

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1990, Side 5
RITSTJORNARGREIN SAMNINGAMÁL Ijanúar 1987 stóðu sjómenn í kjara- samningi við útvegsmenn. Verkfall hófst 15. janúar 1987. Þann 13. jan- úar varð til frumvarp til laga sem stöðva átti aðgerðir sjómanna, banna verkfall og festa kjarasamninginn með 71% skiptaverði fyrir öll skip sem lönduðu ferskum afla. Undir þessum þrýstingi voru sjómenn knúðir til þess að finna lausn. Þá varð til samningur um sam- tengingu olíuverðs í birgðum olíufélag- anna og skiptaverðs milli sjómanna og útgerðar. Valin var viðmiðun í dollurum. Síðan þá hefur gengi dollarans fallið verulega, miðað við aðra helstu gjald- miðla. Sjómenn sögðu uþþ samningum frá 15. janúar 1987 miðað við 1. desember 1988, þegar samningstímanum lauk. Sjómenn settu þá fram kröfur um leið- réttingar á skiptaverðstengingunni, ásamt tillögum að margskonar breyting- um á samningnum. Samningaþófið stóð til 5. júní 1989 án þess að lagfæringar næðu fram að ganga. Þá var gerður samningur (kálfur) sem framlengdi síð- ast gildandi samning svo til óbreyttan til 31. desember 1989 og féll þá samning- urinn úr gildi án uppsagnar. Frá þeim tíma hafa heildarsamtöksjó- manna reynt að semja um nýjan kjara- samning við útvegsmenn og fá fram réttlátar leiðréttingar á ýmsum atriðum samningsins, sérstaklega olíuverðsvið- miðun, en án annars árangurs en að boðið hefur verið upp á 8 dollara tilslök- un sem engin áhrif hefur í núverandi stöðu. Rökum sjómanna, um að sjó- menn tækju á sig of mikinn hluta af hækkuðu olíuverði með lækkun skipta- verðs, hafa forystumenn útgerðar- manna hafnað sem rökleysu. Útgerðar- mönnum ættu þó að vera Ijósar þær staðreyndirað útgerðin hefur verið rekin með hagnaði undanfarin ár og að sú kostnaðarhlutdeild, sem tekin var utan hlutaskipta með lögum 1983, er ekki komin til baka inn í skiptaverð milli sjó- manna og útgerðar. Ríkisstjórn og Al- þingi ættu að draga af þessu nokkurn lærdóm og átta sig á þvíað kjaraskerð- ing, sem lýðræðislega kjörnir fulltrúar til Alþingis, líka fulltrúar sjómanna þótt oft hafi mátt efast um það, láta yfir sjómenn ganga, leiðréttist ekki svo auðveldlega afturí frjálsum samningum við forustulið útgerðarmanna, þrátt fyrir að útgerð sé nú rekin með verulegum hagnaði. „Réttiætið“ sem lög hafa fært sjó- mönnum í kjaradeilum hefur tæpast fylgt þeirri grundvallarreglu að þing- mönnum sé skylt að fara eftir sannfær- ingu sinni. Það ættu alþingismenn að sjá ef þeir hafa vilja til þess að læra af reynslu síðustu tíu ára. Alþingismenn hafa hinsvegar beitt sér fyrir mörgum góðum málum að því er varðar öryggis- mál sjómanna og menntun þeirra. En kjaramálalausn með lögum hefur fram til þessa ekki verið sjómönnum til hags- bóta. Þar mætti verða breyting á, svona til að afsanna regluna. Guðjón A. Kristjánsson forseti FFSÍ „Réttlætið“ sem lög hafa fært sjómönnum hefur tæpast fylgt þeirri grundvallarreglu að þingmönnum sé skylt að fara eftir sannfæringu sinni. VÍKINGUR 5

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.