Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1990, Blaðsíða 14
SJÁVARÚTVEGSSÝNINGIN
14 VÍKINGUR
fimm manna áhöfn sé á hverj-
um bát eru um 1000 hugvits-
menn á þessum 200 bátum í
New Bedford, sem flestir höföu
eitthvað til málanna aö leggja.
Sölumennirnir í básnum hjá
Rockhoppers voru tveir, annar
reyndar íslenskur, Eyþór Har-
aldsson, sem hefur búiö ytra
um árabil, hinn heitir Colin
Williams. Þeir fullyrða að veið-
arfærin endist miklu betur þar
sem Rockhoppers eru notaðir,
endingin ætti að verða allt að
fjórföld. Þeir vitnuðu í orð
manns sem þeir ræddu við hjá
Útgerðarfélagi Akureyringa,
sem sagði að ekkert vit væri í
að fara á sjó án Rockhoppers.
Rockhoppers hafa nú verið á
markaðnum á íslandi í um það
bil eitt ár og hafa allmörg fiski-
skip tekið þá í notkun, þar á
meðal sum af mestu aflaskip-
um þjóðarinnar.
Þeir félagar, Eyþór og Colin,
voru spurðir hvort kæmi til
greina að framleiðendur stofn-
uðu útibú á íslandi til að fram-
leiða fyrir íslenskan sjávarút-
veg og aðstoða við eyðingu
notaðra hjólbarða. Svarið var á
þá leið að það tæki um viku að
vinna úr öllum dekkjum sem til
falla á íslandi, auk þess sem
einkum væri unnið úr dekkjum
af gríðarstórum vinnuvélum í
kolanámum og öðrum slíkum,
sem íslendingar ættu sárafáar.
Þessvegna væru ekki neinir
möguleikar á að slíkt gæti orð-
ið.
Hér fylgja nokkrar myndir af
framleiðslunni, sem þuría varla
nánari skýringa fyrir reynda
sjómenn.