Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1990, Page 24

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1990, Page 24
ORYGGISMALARAÐSTEFNA Helgi Laxdal Öryggismálanefnd sjó- manna stóð fyrir mikilli auglýsingaherferð um öryggi á vinnustöðum sjómanna, fyrir nokkr- um árum. Myndin er úr þeirri herferð. 24 VÍKINGUR eru öryggismálin rædd á þínu skipi? tKNSlAK >YHX »04*1 WV.UR i «(> ÍY*3* SiY* A VC. AJTrfKM, OCMÖ*0W1 OC XííHNATIA StóMAI9KA UfcMA a>raunua«c>w. umiwxA SKIPIÐ ER BESTA ÖRYGGISTÆKID Ráðstefna um ör- yggismál sjómanna var haldin að Borgar- túni 6, Reykjavík dag- ana 21.-22. sept. sl. Þetta er þriðja ráð- stefnan um sama efni sem haldin er hér, sú fyrsta var haldin 1984 og næsta 1987. Um 150 manns sóttu ráð- stefnuna sem fjallaði um eftirtalda mála- flokka: Aögerðir í öryggis- málum sjómanna frá síðustu ráð- stefnu í sept. ’87, menntun og öryggisfræðslu, öryggistæki, slysavarnir og rann- sóknir sjóslysa, öryggismál smábáta öryggis— og björg- unarþjónustu. Auk þessa voru fluttir fyrir- lestrar um áhrif reglugerða opinberra aðila á hönnun skipa, læknisþjónustu við sjófarendur og forvarnir gegn slit- og álagssjúkdóm- um. Á ráðstefnunni var flutt eitt ávarp, 19 fyrirlestrar og fram komu 23 fyrirspurnir til fyrirles- ara og í opnum umræðum tóku 18 til máls. Á ráðstefnunni kom fram að í mörgum málaflokkum höfum við þokast verulega fram á veg- inn. Sé litið til réttindamálanna hefur þar oröið mikil breyting á. Á árinu 1984 voru veittar 1720 undanþágur en sambærileg tala nú er 721 eða fækkun um tæp 60%. Aftur á móti hefur hægar þokast í lögskráningu. Ástæðan er fyrst og fremst sú að ekki hefur verið tekið á þeim málum af jafn mikilli festu og gert hefur verið í undanþágun- um. Á ráðstefnunni flutti Pétur Hafstein, sýslumaður á ísafirði, gott erindi um lögskráninguna. Þar kom fram að í embætti hans er tekið fast á þessum málum og þau í góðu lagi. En þótt lögskráningaraðilar í landi taki fast á þessum málum er það fyrst og síðast skipstjóri viðkomandi skips sem á að sjá um að lögskráningin sé í lagi. Það er í sjálfu sér einfalt því lögskráning er í eðli sínu hvorki vandlærð né tímafrek í fram- kvæmd. Allt sem til þarf er að hafa vilja til þess að hafa hana í lagi. Nýliðafræðslan er í ólestri, til þess liggja ýmsar ástæður. Ein er sú að í fámennis áhöfnum nútímans er ekki pláss fyrir ný- liða sem væru fyrst og fremst í þjálfun, og einnig hitt að yfir- menn segja ekki byrjendum til eins og þeim ber skylda til. Þó eru á því ánægjulegar undan- tekningar. Þetta kom fram í erindi Hilm- ars Snorrasonar skipstjóra en

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.