Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1990, Side 26

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1990, Side 26
ISLENSK SKIP BÆKUR 26 VÍKINGUR Ut er komið hjá Iðunni merkilegt rit í fjórum bindum um íslensk skip. Samtals er verk- ið nær 900 blaðsíður að stærð í fallegu bandi. Höfundur þess er Jón Björnsson frá Bólstaðar- hlíð og hefur hann notið að- stoðar konu sinnar, Bryndísar Jónsdóttur, við söfnun upplýs- inga. Bækurnar „íslensk skip, 1-4“ eru upplýsingarit um skip sem skráð hafa verið á íslandi á þessari öld. Mikill fengur er í að hafa á einum stað allar þær upplýsingar, en þó er jafnvel enn meiri fengur í myndunum sem fylgja upplýsingunum um á þriðja þúsund skipa og báta. Þess er að vænta að verki þessu verði tekið tveim hönd- um af öllum sem á einhvern hátt tengjast skipum og sjó- mennsku, en það eru raunar flestir eða allir landsmenn. Heimildir Jóns hljóta að telj- ast traustar, því hann hefur einkum leitað fanga hjá Sigl- ingamálastofnun ríkisins. Bryn- dís aflaði upplýsinga um sjó- slys, sem koma fram í umsögn- unum, og eru hennar heimildir ekki síðri, því hún sótti einkum á mið í Þjóðskjalasafni, Sigl- ingamálastofnun og Slysa- varnafélagi íslands. Gefum svo höfundi orðið, en hann segir í formála: „Upphaf verks þessa um ís- lensk skip og báta má rekja til þess er ég var staddur hjá vina- fólki í Vestmannaeyjum, fyrir mörgum árum, og sá þar Ijós- myndir af gömlum bátum. Þegar ég fór að skoða þessar myndir rifjuðust upp ótal minn- ingar frá uppvaxtarárum mín- um í Eyjum. Mér var ekki síst hugstætt það mikla kapp sem var í okkur strákunum að verða fyrstir til að þekkja Eyjabátana er þeir komu úr róðri. Við kunn- um nöfn allra bátanna og núm- er margra þekktum við einnig. Einhverjir þurftu ekki annað en að heyra vélarhljóðið í bátnum til að þekkja hann og sumir þekktu báta þótt aðeins sæist á möstrin. Þessar bernskuminningar kveiktu með mér löngun til að eignast sjálfur myndir af sem flestum Eyjabátum og ég byrj- aði að safna. Fljótlega kom að því að ég ákvað að einskorða mig ekki við Vestmannaeyjar, heldur safna einnig myndum af bátum úr öðrum umdæmum. Jafnframt fannst mér að ágrip af sögu hvers báts þyrfti að fylgja myndinni af honum og ákvað því að rétt væri að skrá sem fyllstar upplýsingar um alla þá báta sem ég eignaðist myndir af. Að lokum var komið að því að ég fór að viða að mér upp- lýsingum um alla báta og skip, hvort sem mér auðnaðist að finna myndir af þeim eða ekki. Segja má að hér sé nú komin heildarskrá yfir öll skip sem skráð hafa verið á íslandi. Verkið er þannig ólíkt viða- meira en ég hafði fyrirhugað í fyrstu, og undanfarinn áratug hef ég notaðallar þærfrístundir sem mér hafa gefist til að vinna að því. Ég hef farið fjölmargar ferðir til að afla mynda og upp- lýsinga um báta og skip. Tví- vegis fór ég hringferð um land- ið í þessu skyni og kom á þeim ferðum við á öllum útgerðar- stöðum á landinu nema í Grím- sey, Hrísey á Bakkafirði og á Borgarfirði eystra, en á þeim stöðum hafði ég samband við menn sem sendu mér myndir. Smám saman hafa mér bor- ist í hendur myndir af miklum meirihluta þeirra báta sem skráðir hafa verið hér á landi á þessari öld, og líklegt er að ýmsar þær myndir sem vantar muni reynast torfundnar. Ég á líka í fórum mínum margar bátamyndir sem engum hefur tekist að þekkja og hvorki er unnt að greina á umdæmisstafi né númer. Þær myndir fór ég með víða og sýndi mönnum, en því miður varð eftirtekjan ekki nógu góð. Verður ekki að því gert að sinni, þótt vafalaust leynist þar einhverjar myndir af bátum sem greint er frá hér án myndar. Alls er að finna í verkinu tals- vert á þriðja þúsund skipa- og bátamynda. Fyrir kom að heim- ildarmenn greindi á um nafn, þó fyrst og fremst á elstu skip- unum, og er því ekki fyrir það að synja að einhvers staðar kunni bátur að vera rang- nefndur.“

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.