Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1990, Qupperneq 34

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1990, Qupperneq 34
GYÐJUR OG GYLTIR ERNIR Nelson flotaforingi er kankvís og engu líkara en að hann sé að blikka okkur með blinda aug- anu. Tvíburadætur skipstjór- ans frá Salem í Massa- chussetts. 34 VÍKINGUR Eitt af því sem hefur mátt þoka í skipasmíðum þessarar aldar er stafnslíkanið. Þau höfðu þó fylgt skipum mannkyns frá örófi alda. En nýtt efni — stálið — sem farið var að nota í skip á síðari hluta 19. aldar ýtti smám saman viðnum til hliðar og útrýmdi í leiðinni stafnslíkaninu. Það passaði eng- an veginn á þessi nýju skip. Óviss uppruni Það virðist hafa verið sammannleg þörf sjó- manna að skreyta skip sín með líkönum af dýrum eða fólki. Þessi siður hefur í það minnsta verið við lýði frá því siglingar hófust um allan heim. Maór- íar, sem búa hinum megin á hnettinum, skreyttu herskip sín með stafnslíkönum og það sama gerðu útgerðarmenn enskra Indíafara allt fram undir síðustu aldamót. Enginn hefur þó getað svara þeirri spurningu svo óyggjandi sé hvernig þessi siður varð til. Kenningarnar eru margar og sú lífseigasta er á þá leið að upphaflega hafi sjómenn fórnað dýri til að friða þann sem stjórnaði öldugangi og vindum. Haus dýrsins hafi svo verið festur á stafn skipsins til að sýna máttarvöldunum jarteikn um fórnina. Með tímanum hafi þessi siður þróast á þann veg að í stað höfuða af dýrum hafi komið útskornar eftirlíkingar. Þótt stafnslíkön hafi yfirleitt verið gerð til að endast hafa ekki varðveist nein slík sem eldri eru en þúsund ára. Þó er fjölmargt sem ber vitni um þennan siö: peningar, myndverk og líkön, einkum frá hinum fornu siglingaþjóðum við Miðjarðarhaf. Til dæmis fannst í grafhýsi egypska faraósins Tut-ankh-Amons haglega smíðað líkan úr hálf- gegnsæju alabastri af bát sem þessi frægi þjóð- arleiðtogi átti meðan hann var uppi á 14. öld fyrir Krist. Á stafni þess, og reyndar einnig í skut, gefur að líta höfuð af goðsagnadýrum. Fönikíumenn voru mikil siglingaþjóð og hrós- uðu sér af hraðskreiðustu skipum síns tíma. Þeir skreyttu stafna skipa sinna með líkönum af hest- um sem í þá daga voru hraðskreiðasta sam- göngutækið á landi. Grikkir voru hins vegar meiri stríðsmenn og settu framan á sín skip bronsaf- steypur af höfðum villisvína með vígtönnum. Þessi stafnslíkön voru ekki bara til skrauts, því þau nýttust vel þegar siglt var inn í síðuna á óvinaskipum og reynt að sökkva þeim. Rómverj- ar hrifust aftur á móti af hinum fögru línum svans- ins og skreyttu gjarnan skut skipa sinna með svanslíkneski.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.