Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1990, Side 50

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1990, Side 50
MENNINGARREISAN Nanna Dröfn Sigurdórsdóttir blaðamaður Það er ekki í kot vísað að gista á Hótel Loftleiðum í menningarreisunni. MENNING OG ÖNNUR SKEMMTUN 50 VÍKINGUR Nú þegar síldveiðin er nýhafin og loðnan væntanlega á leiðinni, lifnar vetrarstarf leikhúsa og skemmtistaða við. Samfara því fer fólk að hugsa sér til hreyfings, landsbyggðarfólk streymir til höfuðborgarinnar til að sjá hvað hún hefur upp á að bjóða og langþreyttir og yfirstressaðir höfuð- borgarbúarnir skella sér í rólegheitin og stressleysið á landsbyggðinni. Það er því ekki úr vegi að drepa á því helsta sem boðið er upp á sunnan og norðan heiða. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að möguleikar til af- þreyingar og skemmtunar eru nær óteljandi. Það fer nánast eingöngu eftir því hvað fólk langar til að gera. Eitthvaö hresst og fjörugt eða rólegt og rómantískt, allt eftir því hverjar óskir manns eru. Það sem hugurinn girnist í Reykjavík eru leikhúsin með hvert verkið á fætur öðru og hvert öðru betra, krár eru nánast á hverju horni, hótel, skemmtistaðir, matsölustaðir, kvikmyndahús, keila eða lista- söfn. Allt sem nöfnum tjáir að nefna. Norðan heiða, eða á Ak- ureyri er lífið að sögn heima- manna eiginlega ekki farið í gang. Leikhúsið er jú byrjað að

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.