Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1990, Síða 61

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1990, Síða 61
Þar sem fiskvinnslan á um það bil 80% af fiski- skipaflotanum hefur einnig verið góssentíð hjá útgerðinni, allt þar til nú á haustdögum að olíu- verðið rauk upp og þyngdi svolítið róðurinn hjá sumum þeirra, þótt aðrir hafi grætt á því. Margir bíða spenntir eftir þingi LÍÚ í haust en á því þingi hefur vanalega verið hávær grátkór um hörmu- lega afkomu útgerðarinnar. Menn hafa verið að uppgötva ýmsa galla á því kvótakerfi sem tekur gildi um áramótin og ýmsir þingmenn hafa sagt að hjá því verði ekki komist að taka lögin aftur upp á Alþingi. Samkvæmt heimildum okkar í Gámi, má Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra ekki heyra á það minnst. Hann veit þó um gallana, en stoltsins vegna vill hann ekki að málinu verði hreyft frekar. Nokkrir stjórnarþingmenn munu þó ætla að gera það hvað sem tautar og raular. Nokkrir fréttamenn á Ríkisútvarpinu hafa gefið sig út fyrir að vera sérf ræðinga í sjávarútvegsmál- um. Á dögunum þegar þeir skýrðu frá verkfalls- boðun Farmanna- og fiskimannasambandsins töluðu þeim ýmist um skipstjóra og stýrimannafé- lagið Ölduna eða Báruna á Vestfjöðrum sem allt- af semdi sér en ætlaði að fylgja FFSÍ að þessu sinni. Félagið heitir Bylgjan eins og allir sem ekki eru „sérfræðingar í sjávarútvegsmálum" vita. Síldveiðarnar eru hafnar og útlit fyrir að í ár veiðist meira af demantssíld en sl. 2 ár. Vanda- málið er hinsvegar það að útlit er fyrir að mjög erfitt verði að selja Sovétmönnum saltsíld á þessu hausti. Sem kunnugt er skortir þá gjaldeyri til vörukaupa. Tími vöruskiptaverslunar mun vera liðin þar eystra og því erfiðara um vik að selja þeim sjávarfang en nokkru sinni fyrr. Áður fyrr var bara samið við einn aðila, eitt innflutningsfyrir- tæki um síldarsöluna. Nú þarf að semja við mörg fyrirtæki vítt og breytt um landið. Það er því alveg óvíst hvað hægt verður að gera við stóran hluta síldarkvótans annað en setja síldina í bræðslu. SUN SÍLDARÚTVEGSNEFND Helstu verkefni: • Markaðsleit, sala og útflutningur á öllum tegundum saltsíldar. • Skipulagning síldarsöltunarinnar í þeim tilgangi að nýta sem best hina ólíku markaði fyrir íslenska saltsíld. • Innkaup, sala og dreifing rekstrar- vara fyrir saltsíldariðnaðinn og rekstur birgðastöðva. • Rannsóknir og þróunarstarfsemi. Söltuð síld hefur í áratugi verið ein af þýðingarmestu útflutningsvörum landsmanna. Garðastræti 37 • 101 Reykjavík • Pósthólf 610 Sími 27300 • Telex 2027 • Telefax 25490

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.