Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1994, Blaðsíða 7

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1994, Blaðsíða 7
VÍKINGUR Farmannabikarinn, Fiskimannabikarinn og Sæbjargarbikarinn Héldum okkur ágætlega setta - segir Guðmundur Kristjánsson, skipstjóra á Súlnafelli EA, en hann er handhafi Sæbjargarbikarins „Viðurkenningin var ágæt. Upp- hafið að þessu er að öll áhöfnin fór í Slysavamaskólann og í framhaldi að því tókum við okkur til og græjuðum okkur alveg upp. Við héldum að við værum ágætlega settir í sambandi við öryggismálin hér um borð en sáum það eftir þetta námskeið hve langt við vorum frá því,“ sagði Guðmundur Kristjánsson, skipstjóri á Súlnafelli EA, en hann er handhafi Sæbjargar- bikarsins. Opnuðust augu ykkar við að fara á aámskeiðið? „Tvímælalaust, maður var með ^fingar áður, eins og lög gera ráð fyrir. En svo settum við upp fast kerfi °g ég veit það að það eru fleiri farnir að nota þetta kerfi og kerfið er kynnt í Slysavarnarskólanum.“ Emð þið með reglulegar æfingar? ’Já, reynum það eins og hægt er og 'Henn eru farnir að taka þessu sem sjálfsögðu hlut og allir jafnir gagnvart því. Þetta er bara eins og hver önnur vinna og hver hefur sitt ákveðna hlutverk og sinnir því. Við erum með kerfið staðlað í fimm liðum, þar sem hver og einn gegnir ákveðnu hlutverki ef eitthvað kemur fyrir. Fiskimanna- og farmannabikaramir voru fyrst afhentir á Sjómannadaginn '989. Núvernadi handahafi Fiski- Sjálfvirka tilkynningaskyldan: Algjör trúnaður veróur um upplýsingarnar - segir Esther Guðmundsdóttir, fram- kvæmdastjóri Slysavarnafélagsins „Það er ekki hægt annað en að hafa algjöran trúnað um þessar upplýsingar. Það verður farið eftir ákveðnum reglum, rétt eins og er í dag, við gefum ekki öðrum en útgerðarmönnum viðkomandi báta og skipa upplýsingar um staðsetn- ingu,“ sagði Esther Guðmundsdóttir, framkvæm- dastjóri Slysavarnafélags Islands, um hvernig farið verður með þær upplýsingar sem korna inn til félagsins, eftir að Tilkynningaskyldan verður orðin sjálfvirk. „Við höfum gefið fjölskyldum mannanna upplýsingar um stað- setningu, en við höfum dregið úr því. Það verða miklu stífari reglur eftir að Tilkynningaskyldan verður sjálfvirk. Þetta gengi ekki öðruvísi. Það kemur ekki lil að við látum upplýsingar frá okkur. Við getum tekið dæmi af skipum sem eru að fara í Smuguna, ef þeir hafa ekki viljað láta aðra vita, þá segjast þeir hætta að tilkynna sig í nokkra daga. Eftir að þetta verður sjálfvirkt geta menn ekki valið að hætta að til- kynna sig, en með það verður farið sem trúnaðarmál og settar verða mjög stífar reglur. Ég get fullvissað sjómenn um að það verður fullur trúnaður. enda verður ekki hægt að reka þetta af neinu viti nema það verði fullur trúnaður á milli skip- stjóra og okkar. Ég vona að enginn efist um trúnaðinn, því það er okkur mikils virði að hann haldist.“ En hvenær tengjast fyrstu skipin? „Ég get ekki svarað því núna. Það er ársvinna eftir. Hvort hægt verður að llýta henni veit ég ekki, en á næsta ári verður byrjað,“ sagði mannabikarsins er Guðmundur Kjalar Jónsson, skipstjóri á Sjóla HF 1. Handahafi Farmannabikarsins er Engilbert Engilbertsson, skipstjóri á Laxfossi. Það var Jóhann Páll Símonarson, sjómaður hjá Eimskipafélaginu, sem gaf Farmanna- og fiskimannabik- arinn. Það er aftur Slysavarnaskóli sjómanna sem gaf Sæbjargarbikarinn. Bikarnir verða afhentir á ný á sjó- mannadaginn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.