Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1994, Page 42

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1994, Page 42
VÍKINGUR S j ómannasamtökin: Er samstaðan að rofna? Þeir undirrituðu yfirlýsinguna og þeir fóru í fundaherferðina. Þeir tala ekki sama mál lengur. Sjómenn eiga rétt á að vita hvað hefur breyst. Sigurjón Magnús Egilsson Það gladdi margan sjómanninn þegar sjómannasamtökin náðu sam- stöðu á síðasta hausti um baráttuna gegn kvótabraskinu. Forráðamenn Farmanna- og fiskimannasambands íslands, Vélstjórafélags íslands og Sjómannasambands íslands héldu í fundaleiðangur um allt land. Ánægja með fundaherferðina var mikil. Til að ná samstöðu milli allra þessara aðila varð hver og einn að slaka á sínum kröfum. Farmanna- og fiskimanna- sambandið gekk svo langt að leggja til hliðar, um stundarsakir, kröfuna um að kvótakerfið yrði aflagt. Þetta er gott dæmi um þann hug sem forystu- mennirnir höfðu til að ná samstöðu. Ogleymanlegur lokafundur Það verður öllum ógleymanlegt, sem vitni urðu að, þegar sfðasti fund- urinn var haldinn fyrir troðfullri Bíó- borginni í Reykjavík. Þar mættu á annað þúsund sjómenn sem flestir lofuðu samstöðu forystunnar. Sjó- menn vildu meira af slíku. Samstaðan virtist algjör. Það var sama hvaða starfi menn gegndu um borð allir virt- ust vera samstiga. Loksins, sögðu margir. Eftir að fundurinn stóri var haldinn og lög voru sett á verkfall sjómanna hefur ekki heyrt eins mikið frá for- ystunni. Hvað er að gerast? Jú, afleið- ing bráðabirgðalaganna varð sú að málið fór til Alþingis, þar sem sjávar- útvegsnefnd hefur það til meðferðar. Þegar alþingismenn og ráðherrar eru komnir að málinu ætti helst að reyna á órofa samstöðu sjómanna, ekki veitir af í því stóra hagsmunamáli sem sjó- menn eru tilbúnir að berjast gegn, að minnsta kosti ef mið er tekið af þeirri samstöðu sem virtist vera í vetur. Hvað er að breytast? Nú virðast vera blikur á lofti og svo virðist sem bakslag sé komið í sam- stöðuna. Já, það hefur komið í ljós að nú heyrist annar tónn, annar en sá sem farið var með í hringferðina, annar tónn og það allt annar. Byrjum á byrjuninni en hún er sam- eiginleg yfirlýsing sjómannasam- takanna. Orðrétt hljóðar hún svona: „Sameiginleg yfirlýsing frá Far- manna- og fisimannasambandi Is- lands, Vélstjórafélagi Islands og Sjómannasambandi Isfands. Fram- angreind hagsmunasamtök sjó- manna lýsa yflr fullri andstöðu við framsaf á veiðiheimildum, þ.e. sölu á óveiddum fiski innan gildandi kerfis um stjórn fiskveiða. Reynsla síðustu ára hefur leitt til aukinnar andstöðu samtaka sjómanna gagn- vart óheftu framsali veiðiheimilda og nú er svo komið að mælirinn er fullur. Sjómannasamtökin telja að nú sé komið að vendipunkti í þessu máli. Frjálst framsal veiðiheimilda hefur skapað fleiri vandamál en það hefur leyst. Kjarasamningum fiskimanna, sem byggðir eru í höfuðatriðum á hlutaskiptum, er ógnað vegna þess að fiskimenn eru nauðugir látnir taka þátt í kaupum á óveiddum fiski. Oheft framsal veiðiheimilda hefur búið til nýja stétt sjómanna og útgerðarmanna, sem eru ofurseldir kjörum leigu- liðans, þar sem þeim er skammt- aður aðgangur að fiskimiðunum af þeim sem veiðiréttinn hafa. Þessari óheillaþróun verður ekki snúið við nema með algjörri höfnun á sölu á óveiddum fiski. Sjómannasamtökin telja það 42

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.