Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1994, Blaðsíða 42

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1994, Blaðsíða 42
VÍKINGUR S j ómannasamtökin: Er samstaðan að rofna? Þeir undirrituðu yfirlýsinguna og þeir fóru í fundaherferðina. Þeir tala ekki sama mál lengur. Sjómenn eiga rétt á að vita hvað hefur breyst. Sigurjón Magnús Egilsson Það gladdi margan sjómanninn þegar sjómannasamtökin náðu sam- stöðu á síðasta hausti um baráttuna gegn kvótabraskinu. Forráðamenn Farmanna- og fiskimannasambands íslands, Vélstjórafélags íslands og Sjómannasambands íslands héldu í fundaleiðangur um allt land. Ánægja með fundaherferðina var mikil. Til að ná samstöðu milli allra þessara aðila varð hver og einn að slaka á sínum kröfum. Farmanna- og fiskimanna- sambandið gekk svo langt að leggja til hliðar, um stundarsakir, kröfuna um að kvótakerfið yrði aflagt. Þetta er gott dæmi um þann hug sem forystu- mennirnir höfðu til að ná samstöðu. Ogleymanlegur lokafundur Það verður öllum ógleymanlegt, sem vitni urðu að, þegar sfðasti fund- urinn var haldinn fyrir troðfullri Bíó- borginni í Reykjavík. Þar mættu á annað þúsund sjómenn sem flestir lofuðu samstöðu forystunnar. Sjó- menn vildu meira af slíku. Samstaðan virtist algjör. Það var sama hvaða starfi menn gegndu um borð allir virt- ust vera samstiga. Loksins, sögðu margir. Eftir að fundurinn stóri var haldinn og lög voru sett á verkfall sjómanna hefur ekki heyrt eins mikið frá for- ystunni. Hvað er að gerast? Jú, afleið- ing bráðabirgðalaganna varð sú að málið fór til Alþingis, þar sem sjávar- útvegsnefnd hefur það til meðferðar. Þegar alþingismenn og ráðherrar eru komnir að málinu ætti helst að reyna á órofa samstöðu sjómanna, ekki veitir af í því stóra hagsmunamáli sem sjó- menn eru tilbúnir að berjast gegn, að minnsta kosti ef mið er tekið af þeirri samstöðu sem virtist vera í vetur. Hvað er að breytast? Nú virðast vera blikur á lofti og svo virðist sem bakslag sé komið í sam- stöðuna. Já, það hefur komið í ljós að nú heyrist annar tónn, annar en sá sem farið var með í hringferðina, annar tónn og það allt annar. Byrjum á byrjuninni en hún er sam- eiginleg yfirlýsing sjómannasam- takanna. Orðrétt hljóðar hún svona: „Sameiginleg yfirlýsing frá Far- manna- og fisimannasambandi Is- lands, Vélstjórafélagi Islands og Sjómannasambandi Isfands. Fram- angreind hagsmunasamtök sjó- manna lýsa yflr fullri andstöðu við framsaf á veiðiheimildum, þ.e. sölu á óveiddum fiski innan gildandi kerfis um stjórn fiskveiða. Reynsla síðustu ára hefur leitt til aukinnar andstöðu samtaka sjómanna gagn- vart óheftu framsali veiðiheimilda og nú er svo komið að mælirinn er fullur. Sjómannasamtökin telja að nú sé komið að vendipunkti í þessu máli. Frjálst framsal veiðiheimilda hefur skapað fleiri vandamál en það hefur leyst. Kjarasamningum fiskimanna, sem byggðir eru í höfuðatriðum á hlutaskiptum, er ógnað vegna þess að fiskimenn eru nauðugir látnir taka þátt í kaupum á óveiddum fiski. Oheft framsal veiðiheimilda hefur búið til nýja stétt sjómanna og útgerðarmanna, sem eru ofurseldir kjörum leigu- liðans, þar sem þeim er skammt- aður aðgangur að fiskimiðunum af þeim sem veiðiréttinn hafa. Þessari óheillaþróun verður ekki snúið við nema með algjörri höfnun á sölu á óveiddum fiski. Sjómannasamtökin telja það 42
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.