Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1994, Blaðsíða 27

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1994, Blaðsíða 27
VÍKINGUR Skipshöfnin á Kristjáni RE 90. Talið frá vinstri: Haraldur Jónsson, Kjartan Guðjónsson, Sigurður Guðmundsson, Guðmundur Bæringsson ogSigurjón Viktor Finnbogason. Myndin er úr Oldinni okkar. á eitthvað slæmt - illt sjóveður eða veiðarfæratap. En Guðmundur var ekki hjátrúarfullur og lét ekki draum- inn á sig fá. Róðrarmerkið var gefið og bátamir settir á fulla ferð út á miðin. I landi var fylgst með ljósum þeirra, sem urðu fjarlægari og fjarlægari, uns þau dóu út í fjarskann og nóttina. Bátarnir fóru að tínast að einn af öðrum Nóttin leið og aftur birti af degi. Veður hélst svipað framundir hádegi, en þá skall á austanhvassviðri sem mikil fannkoma fylgdi. Bátarnir fóru að tínast að einn af öðmm, þeir höfðu hreppt slæmt veður á heimleiðinni en enginn þeirra orðið fyrir áföllum. Að lokum voru allir bátanna frá ver- stöðvum við Reykjanes komnir nema einn, vélbáturinn Kristján, og þegar líða tók á kvöldið þóttust menn þess fullvissir að eitthvað hefði komið fyrir hann og töldu vélarbilun sennilegasta. Talstöð var í Kristjáni, en hún hafði bilað skömmu áður og þá verið sett í land til viðgerðar. Var því útilokað fyrir bátsverja að hafa þannig samband við land, þótt eitthvað hefði komið fyrir. Utgerðarmaðurinn, Lúðvík Guð- mundsson, hafði samband við Slysa- varnafélag Islands og eftir skamman tíma lét björgunarskipið Sæbjörg úr höfn í Reykjavík til leitar. Um svipað leyti bárust fréttir um að annars báts væri saknað, Sæfara frá Flateyri, en sá bátur var gerður út frá Stykkishólmi. Þar vestra var veður ekki eins slæmt og fóru tveir vélbátar út til leitar. Um nóttina fundu þeir bátinn, þar sem hann lá undir Bjarnareyjum. Var allt í lagi hjá bátsverjum, sem höfðu ætlað að bíða af sér veðrið í vari við eyna. ✓ Arangurslaus leit Ekki bar leit Sæbjargar að Kristjáni neinn árangur um nóttina, enda nánast tilviljun ef skipið hefði fundið bátinn, þar sem hríðin var svo svört að varla sást nema nokkra faðma frá skipinu. Morguninn eftir lét Slysavarnafélagið útvarpa tilkynningu þess efnis að Kristjáns væri saknað og voru skip og bátar beðin að svipast um eftir honum. Jafnframt var farið að undirbúa víðtækari leit að bátnum, en til lítils þótti að fara út þennan dag, þar sem sami veðurhamurinn hélst og um nótt- ina. Varðskipin Ægir og Oðinn voru þá send á vettvang og látin vera viðbúin að hefja leit strax og veður skánaði. Almennt voru menn vongóðir um að Kristján væri enn ofansjávar og töldu sennilegast að hann hefði hrakið undan veðrinu til hafs. Var mikið rætt manna á milli í Sandgerði um afdrif bátsins og hvar hans væri helst að leita. Á miðvikudagsmorgun fór heldur að draga úr veðurofsanum og rofa til í lofti. Sæbjörg, Ægir og Óðinn sigldu vítt og breitt um svæðið út af Sand- gerði þennan dag og fór Sæbjörg t.d. með landi suður undir Reykjanes og þaðan norðanvert við Eldey um 60 sjómílur á haf út. Þegar kvöldaði versnaði veðrið aftur og ekkert var leitað um nóttina. Bátarnir fóru að tínast að einn af öðrum Daginn eftir - fjórða daginn eftir að Kristján fór í róðurinn - var veður sæmilegt framan af deginum. Auk áðurnefnda skipa leituðu þá 23 vélbát- ar frá Sandgerði sem dreifðu sér um leitarsvæðið. Héldu flestir 20-30 mílur út, en þá tók veður að versna á ný, svo þeir urðu að snúa til lands. Bilaði vél eins leitarbátsins, en sá hafði talstöð og bátarnir fóru að tínast að einn af öðrum. Fór Sæbjörg honum til aðstoðar. Það skip sem leitaði lengst út þen- nan dag var varðskipið Ægir, sem sigldi suðvestur frá Reykjanesi, lengst um 95 sjómílur út, og hélt þaðan norður á móts við Snæfellsnes. Á föstudag leituðu svo Ægir og Sæbjörg á Faxaflóasvæðinu, en sem fyrr urðu skipin einskis vísari. Eftir þann dag var talið vonlaust að bátur- inn væri ofansjávar og ákveðið að 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.