Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1994, Blaðsíða 10

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1994, Blaðsíða 10
VÍKINGUR á laggirnar, hafa farið verst út úr kerfinu. Þessar fiskvinnslur áttu áður greiðan aðgang að afla í gegnum skip og báta sem þær voru í viðskiptum við en sváfu síðan á verðinum þegar gámaútflutningur og fiskmarkaðir komu til og þessi skip og bátar fóru með afla sinn annað þar sem betra verð fékkst fyrir hann. Aðeins örfáar af þessum fiskvinnslum eru enn á lífi og má þar nefna Vinnslustöðina í Vestmannaeyjum, en hún greip til þess ráðs á árunum 1986-'87 að hrein- lega kaupa sig inn í kvótakerfiið með því að fjárfesta í skipum og bátum með kvóta. Slíkt kostaði veruleg fjárútlát og er staða Vinnslustöðvar- innar erfið um þessar mundir m.a. sökum þessa. Suðurnes eru gott dæmi um þetta, því þau skipta tugum fiskvinnslufyrirtækin sem þar hafa hætt rekstri á undanförnum áratug þar sem þau misstu aðgang að afla. Raunar fór þar einnig samhliða að byggðarlagið missti frá sér mikið af kvóta eins og til dæmis Keflavík, sem misst hefur rúmlega 5.000 tonn af botnfiskkvóta þeim sem staðurinn hafði 1984. Til að skoða þetta nánar má vitna í skýrslu Tvíhöfðanefndarinnar þar sem fram kemur að vægi sjávarútvegs í atvin- nulífinu á Suðurnesjum minnkaði úr 34% árið 1980 og niður í 23% árið 1990. Hefðbundin togararasvæði eins og Norðurland standa hinsvegar uppi sem sigurvegarar kerfisins, ef svo má að orði komast, einfaldlega sökum þess að kerfið hafði ekki ýkja miklar breytingar í för með sér fyrir þessi svæði. Utgerðarfélag Akureyringa er gott dæmi um fyrirtæki sem komið hefur vel út úr kvótakerfinu. Það hefur ætíð byggt hráefnisöflun sína á togur- um og verið vakandi fyrir því að bæta stöðugt kvótastöðu sína í gegnum árin með kaupum á kvóta. Þetta fyrirtæki hefur varið mestum fjármunum allra fyrirtækja til kvótakaupa eða um 2 milljörðum á undanfömum tíu árum. Verslun og veiðileyfagjald Það er fyrst eftir að frjálst framsal eða verslun með kvóta hófst í miklum mæli upp úr 1990 sem þær raddir urðu háværar er kröfðust þess að veiði- leyfagjaldi yrði komið á, það er að útgerðin borgaði fyrir úthlutaðan kvóta. Sumir hafa sagt að Þróunarsjóðurinn sem nú er kominn á laggirnar sé skref í þessa átt, en samkvæmt honum borgar útgerðin 1 krónu á hvert þíg.kíló sem hún fær úthlutað. Verslun með kvóta hefur verið mjög lífleg á síðustu þremur árum og þar af hafa bein viðskipti með kvóta numið 3,5 milljörðum króna á þessu tímabili. Óbein viðskipti ýmiskonar, svo sem skipti á ólíkum tegundum og skipti milli skipa í eigu sömu aðila eða skipa með sömu heimahöfn, eru enn meiri og má í því sambandi nefna að kvóta- tilfærslur í botnfiski og rækju á milli skipa á síðasta fiskveiðiári námu um 3/4 hlutum af aflanum. Flutningur á kvótum náði hámarki á fiskveiðiárinu 1991/92, en þá voru flutt samtals tæplega 174.000 þíg.tonn af kvótum milli skipa eða um þrið- jungur af heildarkvótanum. Þar af voru bein viðskipti rúmlega 50.000 tonn eða upp á tæpar 1.900 milljónir króna. Á árinu þar á undan nam heild- arflutningurinn 107.500 tonnum en á síðasta fiskveiðiári dró nokkuð úr þes- sum flutningum og námu þeir samtals 68.000 tonnum af heildarkvótanum. I skýrslu Tvíhöfðanefndarinnar var veiðigjald til umræðu og komst nefndin m.a. að þeirri niðurstöðu að inn í málið blandaðist umræða um skiptingu arðsins af auðlindinni og það væri samofið spurningunni um eignarrétt á fiskstofnum, framsalsrétt kvóta og hver gæti verið handhafi kvóta. Öll þessi mál hefðu skapað óvissu meðal útgerðaraðila, sérstak- lega sökum þess að forsendur fyrir langtímaviðskiptum milli aðila í sjá- varútvegi hafa ekki verið traustar. í skýrslunni segir svo: „Viðskipti með aflaheimildir bæði innan hvers fisk- veiðiárs og varanleg yfirfærsla milli skipa eru forsenda hagræðingar og framleiðniaukningar í útgerðinni. Án slíkra viðskipta er kvótakerfið ósveig- janlegt og hemill á framfarir.“ Geldingar úr sögunni Þær breytingar sem nú hafa verið gerðar á kvótakerfinu miða að því að draga ur beinu viðskiptunum og eink- um fara fiskmarkaðir illa út úr þeim breytingum. Meðal nýrra ákvæða er að finna eitt þess efnis að aldrei verði heimilt að flytja kvóta milli skipa ef slíkur flut- ningur leiði til þess að kvóti þess skips sem flutt er til verði bersýnilega umfram veiðigetu hans. Með þessu ákvæði eru svokallaðir geldingar úr sögunni, en það eru bátar sem fiskmarkaðir hafa notað til þess að flytja á milli og geyma kvóta sem þeir hafa keypt og látið síðan aðra báta veiða fyrir sig í svokölluðum tonn á móti tonni-viðskiptum. Þekktasti geldingurinn er án efa tril- lan sem Fiskmarkaður Suðurnesja hafði í höfninni á Keflavík, en um hana voru flutt um 2.400 tonn á síðas- ta ári. 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.