Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1994, Qupperneq 20

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1994, Qupperneq 20
VÍKINGUR 200 tonn. Á þessum tíu árum fjölgaði veiðiskipum umtalsvert. Smábátum, undir 10 tonnum, fjölgaði mest og skipum stærri en 500 tonn fjölgaði um 42. Það hefur verið trú margra að vertíðarbátum hafi fækkað, en sú er einmitt raunin. Bátum frá 25 til 200 tonn hefur fækkað um 45 á þessum 10 árum. Þá hefur skipum frá 200 til 500 tonn fækkað um 15 á sama tíma. I opnunni fyrir framan má sjá súlu- rit sem skýra þær breytingar sem orðið hafa á stærð fiskiskipaflotans frá því kvótakerfið tók gildi, í ársbyrj- un 1984. Vegna mistaka er súlan yfir smæstu bátana röng, en þeir eru tæplega 2.500. Vigri er einn af þessum nýju stóru togurum, en þeim hefurfjölgað mikið á síðstu árum. Sama má segja um smábátana á „kvótaáratugnum". Útflöggun fiskiskipa: Kanadatogararnir mega koma „heim“ - sem og önnur fiskiskip sem skráð hafa verið í öðrum löndum Alþingi samþykkti, á síðustu starfs- dögum sínum í vor, að öll þau fiskiskip sem Islendingar eiga og eru skráð undir erlendum fánum megi hér eftir skrá hér á landi. Gerð er undan- tekning varðandi aldursregluna. Þessi skip öðlast samt ekki veiðirétt í ís- lenskri lögsögu. Það eru fleiri takmarkanir, í sam- þykkt Alþingis, en hvað varðar ald- ursregluna. Lögin ná aðeins til skipa sem Islendingar eignuðust á tímabil- inu frá 1. september 1992 til 30. apríl 1994. Það hefur því verið opnuð smuga vegna þeirra skipa sem þegar er búið að kaupa. Marel skipavogir Markviss vinnubrögð - aukin verðmæti Traustar - öruggar - áreiðanlegc Marel hf. Höfðabakki 9 112 Reykjavík Sími: 91-878000 Fax: 91-878001 Telex: 2124 MARELIS 20

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.