Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1994, Qupperneq 28

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1994, Qupperneq 28
VÍKINGUR Flakið afKristjáni ífjörunni í Skiptivík. (Öldin okkar.) hætta leitinni. Sætti sú ákvörðun tölu- verðri gagnrýni og töldu margir reyndir sjómenn í Sandgerði að leitin þyrfti að vera miklu víðtækari og meiri. Sömu skoðunar var útgerðar- maðurinn, Lúðvík Guðmundsson. Hann var þess fullviss að Kristján væri enn ofansjávar og reyndi mikið til þess að fá báta og skip til að halda leitinni áfram. Þegar honum fannst undirtektirnar dræmar hafði hann á orði að útsynningurinn yrði þá að skila Kristjáni til lands. Bátur á ferð Dagarnir liðu og lífið tók aftur á sig sinn venjulega og hversdagslega blæ. Menn reyna að sætta sig við orðinn hlut, hver svo sem hann er. í ver- stöðvunum við Reykjanes söfnuðust bátarnir saman og biðu eftir róðrar- merkinu sem fyrr. Þeir voru aðeins einum færri. Kristján var ekki lengur með í hópnum og menn hörmuðu félaga sína fimm sem með bátnum höfðu horfið. Útvarpið og dagblöðin, að einu undanskildu, birtu 25. febrúar frétt um að báturinn væri talinn af. Nöfn mannanna voru lesin upp og sögð lítillega deili á hverjum og einum, svo sem venja var, er slys hentu. Næstu dagana eftir að báturinn hvarf var stöðugt suðaustan- og aust- anhvassviðri í landi, en 28. febrúar breyttist vindáttin loks og hvessti upp af suðvestri. Útsynningurinn, sem Lúðvík Guðmundsson hafði talað um, var kominn, en ekkert bólaði á Kristjáni. 1. mars var komið suðvestanrok og gekk þá á með slydduéljum. Var sjólag afar slæmt og haugabrim komið við ströndina. Snemma þennan morgun hringdi síminn hjá Lúðvík Guðmundssyni í Sandgerði. Hafnir voru í símanum og höfðu menn þær fréttir að færa, að þar framundan sæist bátur undir seglum og þótti sýnt, að hann ætti í erfið- leikum. Var erindið til Lúðvíks að spyrjast fyrir um hvort unnt væri að fá bát í Sandgerði til þess að fara út og aðstoða þessa fleytu. En þess var enginn kostur. Út af legunni í Sand- gerði var orðið algjörlega ófært. Þegar Lúðvík heyrði um bát þennan varð honum fyrst fyrir að spyrja hvort þetta gæti verið Kristján. Var það talið af og frá og sagt að þetta myndi vera töluvert stærri bátur. En ekki leið á löngu uns síminn hringdi hjá Lúðvík að nýju. Aftur voru það Hafnir í símanum. Jú, báturinn var reyndar Kristján og stefndi hann beint upp í brimið við ströndina. Útsynningurinn hafði skilað honum til lands. Nauðlending í Skiptivík Þegar Hafnamenn fengu vitneskju um að bátar kæmust ekki út frá Sandgerði til þess að aðstoða bátinn höfðu þeir samband við Slysavarna- félag Islands, jafnframt því sem björg- unarsveitin á staðnum, Eldey, var kvödd út í skyndi. Þekktu menn fljótlega að þarna var Kristján á ferð og áttu bágt með að trúa eigin augum, þar sem svo langt var liðið frá því að endanlega var gefin upp von um að báturinn myndi finnast ofansjávar. í fyrstu virtist Kristján stefna upp í Hafnarbergið og hélt björgunarsveitin áleiðis þangað með tækin sín. En síðan breytti báturinn um stefnu og hélt undir fullum seglum inn á Skiptivík, sem er lítil vík milli Merkiness og Junkaragerðis í Höfn- um. Var þar einna árennilegast að lenda, þótt haugabrim væri reyndar í víkinni. Fylgdust menn síðan með ferð Kristjáns inn á víkina og þótti þeim djarflega siglt og bátnum stýrt af lagni og kunnáttu, þar sem hann smaug milli stærstu boðanna án þess að verða fyrir áföllum. 60-70 faðma frá landi tók svo Kristján niðri og sló þá flötum með bakborðshliðina að landi. Gerðist það þá í senn, að Vilhjálmur Magnússon, formaður björgunarsveitarinnar, skaut línu út í bátinn og hæfði hann og að skip- verjarnir á Kristjáni steyptu sér í sjóinn. Skipti björgunarsveitin sér þá út á ystu kletta, viðbúin að grípa mennina þegar þá bæri að landi. Var teflt á tæðasta vað, er björgunar- mennirnir óðu út í brimið, og margir sýndu þá karlmennsku og áræði, sem þeir hafa lítt haldið á loft síðan. Þeir uppskáru sín sigurlaun; að ná skip- verjunum af Kristjáni öllum heilum á land, og það var þeim nóg. Fyrsti maðurinn sem bjargaðist á land var Haraldur. Náði hann taki á línunni sem skotið var út í bátinn og batt hana um sig. Drógu björgunar- mennirnir hann síðan í land. Kjartan vélamaður hafði stokkið út sjómegin, þar sem hann hafði heyrt að ef menn stykkju landmegin út úr strönduðum bát ættu þeir á hættu að bátnum hvolfdi yfir þá. Slóst Kjartan nokkrum sinnum utan í bátinn_____ farmhald á bls. 66 28

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.