Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1994, Blaðsíða 34

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1994, Blaðsíða 34
VÍKINGUR Gestur Gunnbjörnsson, skipstjóri á Kristbjörgu VE 70: Aðalmálið að fara út á sjó og fiska ekki neitt - segir það einkenna sjósókn að ekki megi veiða þorsk „Við erum að landa í Vestmanna- eyjum“, sagði Gestur Gunnbjörnsson, skipstjóri á Kristbjörgu VE 70, þegar Víkingurinn hafði samband við hann. „Við erum nýbyrjaðir á snurvoð og fáum mest af kola. Það hefur verið nokkuð rólegt hjá okkur. Við höfum verið fyrir utan landhelgina og þá fyrir vestan Eyjar. Aflinn hefur ekki verið neitt sérstakur, að minnsta kosti ekki hjá okkur. Við vorum ekki á netum í vetur, það má enginn fara á net, það má ekki veiða fisk lengur. Það er aðalmálið að fara út á sjó og veiða ekki neitt, þá eru allir ánægðir og sjósóknin hefur aldrei verið stífari þrátt fyrir að við megum ekki veiða neitt.“ Gestur sagðist ekki vita hve mikinn kvóta þeir ættu eftir því útgerðin væri með það marga báta og þar af leiðandi ómögulegt að vita hver bátanna ætti hvað af kvótanum. „Við erum sjö á og enginn okkar hefur nokkurn tíma komið nærri snur- voð, en mér líkar ágætlega við veiðar- færið, þó er leiðinlegt að eiga við þetta þegar búið er að loka öllum helstu breiðunum. Þessar kolahræður eru aðallega fyrir innan landhelgina.“ Nú styttist í sjómannadaginn, eru menn farnir að æfa róðurinn og koddaslaginn? „Nei, ég hef ekkert orðið var við það, en ég reikna nú samt með því að við keppum í einhverju.“ Hægt að fá þorsk ef menn ætla sér það „Það er farið að einkenna sjósókn- ina að ekki má veiða þorsk og sú regla gildir að segja hjá öllum. Við höfum ekki séð mikinn þorsk enda ekkert verið að leggja okkur eftir því, samt er nú hægt að fá eitthvað af honum ef menn eru að eltast við hann.“ En afkoman, versnar hún ekki við þetta? „Nei, það vona ég ekki, við höfum verið meginhlutann af árinu á línu og eins höfum við fengið ágætt verð fyrir þessi kolablöð sem við höfum dregið að landi. Við erum líka það fáir á á snurvoðinni.“ Kristbjörgin hefur verið mikið á línu, með beitningarvél: „Það er harðasta sjósókn sem ég hef kynnst og ég er feginn að fá hvíld frá þeim veiðiskap,“ sagði Gestur, áður en hann kvaddi og lagði strákunum lið við löndunina. Það virðist ekki margt benda til að Gestur fái að veiða meira af þorski á næsta fiskveiðiári, allavega ekki ef mið er tekið af þeim upplýsingum sem þegar liggja fyrir um ástand þorskstofnsins. Útgerðarmenn — vélstjórar. Önnumst allar raflagnir og viögerðir í bátum, skipum og verk- smiðjum. Áratuga þjónusta viö íslenskan sjávarútveg tryggir reynslu og öryggi frá sérþjálfuðu starfsfólki. 34
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.