Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1994, Blaðsíða 21

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1994, Blaðsíða 21
VÍKINGUR Langamma kemur í land Hrafn Jökulsson rithöfundur ræðir við Valdísi Valdimarsdóttur sem í vor lauk 30 ára ferli sem þjónn og þerna á skipum Eimskipafélagsins „Lífið er nú bara svona.“ Með þess- um orðum enda frásagnir Valdísar oft °g einatt: Lífið er nú bara svona. Það er öldungis engin beiskja fólgin í orðunum heldur fyrst og fremst ramm íslenskt æðruleysi - og kannski einsta- ka sinnum ofurlítil eftirsjá. Valdís Valdimarsdóttir fór á sjóinn urið 1964; hún ætlaði að skreppa einn eða tvo túra í afleysingar sem þerna á Esju. Sjómennsku Valdísar lauk í apríl i vor: þrjátíu árum, tólf skipum og ótal höfnum síðar en til stóð. Valdís fæddist í Reykjavík árið 1924 og er því af þeirri kynslóð sem olst upp í skugga kreppunnar miklu. Ur foreldrahúsum fór hún nestuð heil- ræði föður síns: „Þú veist, Valdís mín, að þú átt aldrei að eyða meiru en þú vinnur fyrir.“ Þessu segist Valdís hafa fylgt, og aldrei orðið blönk á ævinni. Valdís giftist Birgi Guðmundssyni sjómanni og þau eignuðust sex börn á árunum 1944 til 1962. Þau heita Díana fris, Jónína Birna, Ragnar, Kristbjörg, Sigurður og Birgir. Ekkja með sex börn fer á sjó Eiginmaður Valdísar dó í hörmu- legu sjóslysi, 17. febrúar 1962, þegar Stuðlabergið frá Seyðisfirði fórst með allri áhöfn, ellefu mönnum, út af Staf- nesi á Reykjanesskaga. Þegar slysið varð gekk Valdís með sjötta barn þeir- ra hjóna. „Lífið er nú bara svona,“ segir hún og sýnir mér gulnuð dagblöð þar sem sagt er frá slysinu. Alls varð 21 barn föðurlaust þessa einu nótt. „Nei,“ segir hún, „mér datt aldrei í hug að gefast upp. Ég fékk góða hjálp °g svo stóðum við saman, krakkarnir og ég. Við höfðum auðvitað ekki úr miklu að spila. En þetta bjargaðist allt einhvernveginn. Fljótlega eftir slysið fór ég til dæmis að bera út Tímann, og eldri krakkarnir skiptust á um að hjálpa mér við blaðburðinn og passa yngri bömin.“ En þótt spart sé lifað duga blaðburðarlaun vitaskuld ekki til að framfleyta stórri fjölskyldu. Og fyrr en varði var Valdís komin á strandferðaskipið Esju, eiginlega alveg óvart. En var hún ekkert smeyk við að fara á sjóinn, aðeins tveimur árum eftir að maður hennar dó? „Nei, veistu að ég var ekkert hrædd við að fara á sjóinn og ég er svo hepp- in að ég hef aldrei á ævinni orðið Krtnglunnl. Útbúum lyfjakistur fyrir skip og báta. Eigum ávallt tilbúin lyfjaskríni fyrir vinnustaði, bifreiðar og heimili. Almennur sími 689970. Beinar línur fyrir lækna 689935. Peir eru náttúrlega ægilega sérvitrir sumir enda verða menn þannig iðulega ef þeir eru lengi til sjós. Ljósmyndir: Kristján Sigurðsson, Hugskot. 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.