Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1994, Blaðsíða 39

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1994, Blaðsíða 39
VÍKINGUR „Ég ber takmarkaða virðingu fyrir þessum fræðingum, tökum bara rjúpuna, það eru svipaðir fræðingar sem segja okkur að það séu miklar sveiflur í rjúpnastofninum, þeir vita að hún nær hverfur með 10 ára milli- bili en samt geta þeir ekki sagt okkur af hverju eða hvert hún fer, þeir geta þó séð rjúpuna með berum augum og vita nokkurn veginn hvar hún heldur sig, það er ekki hægt með fiskinn. Ég er búinn að vera það lengi í þessu að ég veit alveg hvenær fiskast vel og hvenær illa gengur, það þarf enga fræðinga til að segja mér neitt um það,“ sagði Stefán Einarsson, skip- stjóri á Aðalbjörgu, þegar hann var að ræða mat sitt á fiskifræðingum, en umræða um ástand fiskistofna og niðurstöður Hafró er mörgum sjó- manninum hugleikin og Stefán skipar sér sannarlega í þann flokk. Það fiskast mikill koli í dragnótina. Strákarnir á Aðalbjörginni eru vanir að gera að kolanum, enda eru þeir fljótir að afgreiða aflann. Það eru sífellt hirtar fleiri tegundir af kola. Fáum allan dýragarðinn „Kolanum var hent fyrir þremur árum en nú er hann hirtur vegna hrognanna, Japanirnir eru alveg vit- lausir í þetta, segja að það auki get- una. Það er miklu meiri nýting á því sem upp kemur en áður tíðkaðist, við erum að fá allan dýragarðinn í þessum köstum karfa, ufa, ýsu, þorsk, tinda- bikkju og svo má lengi telja. Auðvitað er eitthvað af þessu of smátt en við hendum honum bara ef hann er lif- andi, annars er hann hirtur.“ „Kveiktu svo bara á kaffivélinni strax og við erum búnir að kasta.“ Eitthvað á þessa leið getur heyrst oft á dag um borð í dragnótar- bát, því það eru oft pásur á dragnót- inni, milli þess að kastað er og híft, nægur tími fyrir kaffi og með því. Annars er ekki hægt að líkja þessu við vinnu í landi, það er enginn fastur niatartími eða vinnutími um borð, verkið er bara drifið af hvort sem menn eru svangir eða ekki, síðan er séð til með pásurnar. Þetta er nýtt fyrir landkrabba eins og mig. Dagur á dragnót: Segja þau auka getuna - í róðri með Aðalbjörgu RE Texti og ljósmynd: Kormákur Hermannsson 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.