Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1994, Blaðsíða 23

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1994, Blaðsíða 23
VÍKINGUR sjóhrædd. Sama hvernig veðrið og veltingurinn hefur verið. Yngsti son- ur minn var svolítið hræddur í upphafi þegar ég var að fara en það eltist nú af honum. Hinsvegar ásökuðu sumir mig í upphafi fyrir að skilja börnin svona eftir. En krakkarnir stóðu með mér. Við stóðum alltaf saman eins og ég sagði þér.“ Af Esju á Selfoss og síðan á Gullfoss Af Esju lá leið Valdísar á Selfoss, þar sem hún vann sem þerna 1964-65, en næstu sjö sumur þar á eftir var hún þjónn á fyrsta farrými á sjálfum Gullfossi. Rómantískur blær er yfir minningunni um skemmtiferðaskipið Gullfoss sem tók 300 farþega á þre- mur farrýmum. „Já, þetta var sannarlega skemmti- legur tími. Á Gullfossi var 69 manna áhöfn og oft var fjörið mikið. Ég tók nú ekki mikinn þátt í því sjálf, eins og margir úr áhöfninni gerðu, enda fór ég yfirleitt snemnia í koju. Hér áður fyrr var oft mikil drykkja á millilanda- skipunum en það sést ekki núna. Það er alveg liðin tíð. Farþegarnir voru líka yfirleitt ind- ælir enda fannst mér alla tíð gaman að vera í þjónustustarfi. Þjóðverjarnir báru af, þeir voru svo kurteisir og snyrtilegir. Mér hefur líka alltaf fundist einna skemmtilegast að koma til Þýskalands, þótt ég hafi siglt talsvert víða.“ Valdís fellst fúslega á að rómantíkin hafi blómstrað á Gullfossi, og ekki bara meðal farþeganna. „Það eru náttúrlega bráðmyndar- legir strákar á millilandaskipunum og margar þernur hafa nælt sér í manns- efni um borð. Þeir eru kallaðir „þernu- banar“, þessir strákar,“ segir Valdís og hlær við. Hann hefði kannski viljað ráðskast með börnin Sjálf tók hún hinsvegar þá ákvörðun að giftast ekki aftur. „Það hefði verið erfitt að koma með nýjan mann, svona gagnvart börnun- um. Og hann hefði kannski eitthvað viljað ráðskast með þau. Nei, ég ákvað að vera ekkert að standa í neinu svoleiðis. Ég vildi ala mín börn upp sjálf.“ Árið 1974 voru flest börnin farin að stálpast og þá lét Valdís sér ekki nægja að sigla á sumrin. Hún réð sig í fullt starf hjá Eimskip og var munstruð á Lagarfoss. Síðan hefur hún verið á Brúarfossi, Skógarfossi, Eyrarfossi og Laxfossi. Hún hefur komið í flestar hafnir Evrópu, siglt til Ameríku og inn á Miðjarðarhaf, til Túnis og Líbíu. Og Valdís er áreiðanlega eina íslenska móðirin sem reynt hefur að fjarstýra uppeldi barna sinna úti fyrir ströndum Khadaffys: Engin ástæða til að taka til nema rétt fyrir jólin! „Við komum til Lfbíu 1980 og þurftum að bíða í margar vikur áður en við fengum að koma í höfn. Það var alveg hræðilegur hiti og lítið við að vera. Ég man að ég skrifaði böm- unum, var eitthvað að skammast út í þau fyrir að vera ekki nógu dugleg við að sjá um heimilið meðan ég væri í burtu. Ég fékk langt bréf til baka, þar sem eitt þeirra sagði að ég væri bara aldrei ánægð með þau, sama hvað þau gerðu. En yngsti sonur minn skrifaði nú bara stutt og laggott: Mamma, mér finnst engin ástæða til að taka til nema rétt fyrir jólin! Það fannst mér ansi gott hjá honum.“ En hvernig gekk Valdísi að fóta sig í því rótgróna karlasamfélagi sem dafn- ar í flestum skipum? „Flestir af þessum strákum eru alveg frábærir,“ segir hún og ekki laust við að hún verði móðurleg í röddinni. „Þeir eru náttúrlega ægilega sérvitrir sumir enda verða menn þann- ig iðulega ef þeir eru lengi til sjós. Og flestir vilja ekkert annað en fyrsta flokks þjónustu. Á morgnana geta þeir til dæmis valið um 23 sortir og níu tegundir af drykkjum! Og oftast vilja þeir það sem er ekki á borðinu. Ég spurði þá nú oft hvort þeir fengju svona þjónustu heima hjá sér. Annars hefur andrúmsloftið í skipunum breyst mikið seinni árin. Nú eru bara örstutt stopp í hveixi höfn: komið að morgni og yfirleitt farið út aftur síðdegis. Og strákarnir eru auðvitað á Á Gullfossi var 69 manna áhöfn og oft var fjörið mikið. Eg tók nú ekki mikinn þátt í því sjálf, eins og margir úr áhöfninni gerðu, enda fór ég y/i'r- leitt snemma í koju. Vatnagörðum 10 • Reykjavík ■B1 685854 / 685855 • Fax: 689974 MÓTORVINDINGAR og aðrar rafvélaviðgerðir á vel búnu verkstæði. RAFLAGNAÞJÓNUSTA í skipum, verksmiðjum og hjá einstaklingum. VANIR MENN vönduð vinna, áratuga reynsla. 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.