Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1994, Page 26

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1994, Page 26
VÍKINGUR Sjómenn þurfa oft að glíma við óvæntar og erfiðar aðstæður. Hér segir frá hrakningum skipverja á mb. Kristjáni RE 90: I Sandgerði var orðið algjörlega ófært - tók Kjartan olíuleiðsluna frá vélinni og hringaði hana saman í vafninga þannig að hún komst fyrir í vatnsfötu Það var liðið að miðnætti sunnu- daginn 18. febrúar. I verstöðvunum við Reykjanes voru bátarnir að búast í róður. Veðrið var heldur drungalegt, austankaldi og loft alskýjað og þung- búið - horfurnar ótryggar. En sjó- mennirnir létu það ekki á sig fá. Undanfarna daga og vikur höfðu verið stopular gæftir og afli tregur og því áríðandi að nota dag hvern sem gaf, þótt harðsótt væri. Það leið fram yfir miðnætti. Nýr dagur, mánudagurinn 19. febrúar, var byrjaður. í Sandgerðishölh lágu bátamir tilbúnir og biðu eftir róðrarmerkinu. Það mundi koma á slaginu klukkan eitt. Einn af bátunum sem þarna biðu hét Kristján, fimmtán smálesta bátur, sem bar einkennisstafina RE 90. Báturinn var smíðaður úr eik og furu í Skipa- smíðastöð Daníels Þorsteinssonar í Reykjavík árið 1923 fyrir Jóhannes Jónsson, útvegsmann á Gauksstöðum í Garði, og hét upprunalega Jón Finnsson. Síðar komst hann í eigu Gissurar Kristjánssonar, útvegsmanns í Reykjavík, og breytti þá um nafn og númer. Þessa vertíð var báturinn svo leigður Lúðvík Guðmundssyni í Sandgerði. En Guðmundur var ekki hjátrúarfullur Fimm manna áhöfn var á Kristjáni. Formaðurinn var Guðmundur Bær- ingsson, ættaður frá Kollsvík í Rauða- sandshreppi, vanur sjósókn frá blautu barnsbeini og hafði fengið orð sem glöggur og gætinn skipstjórnarmaður. Vélamaðurinn var Kjartan Guð- jónsson frá Hlíð undir Eyjafjöllum og hásetarnir voru þrír: Haraldur Jónsson frá Skálum á Langanesi, Sigurður Guðmundsson frá Búðum á Snæfells- nesi og Sigurjón Viktor Finnbogason úr Reykjavík. Var sá síðastnefndi ráð- inn landmaður fyrir bátinn, en hafði samið við fastráðinn háseta á Kristjáni að skipta við hann störfum í nokkra daga. Fékk Sigurjón Viktor lánaðan sjóstakk og stígvél hjá háseta þessum. Meðan beðið var eftir róðrarmerk- inu rifjaðist það upp fyrir Guðmundi Bæringssyni formanni að hann hafði dreymt illa um nóttina. Slíkt hafði komið fyrir hann áður og jafnan vitað 'V Kristján RE 90 íslipp. 26

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.