Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1994, Page 38

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1994, Page 38
VÍKINGUR Árni Kjartansson, skipstjóri á Hafnarey: Verðum varir við mikið af þorski „Við erum í landi núna,“ sagði Árni Kjartansson, skipstjóri á Hafnarey SF 36, þegar við höfðum samband við hann. „Við erum eingöngu á trolli og okkur hefur gengið alveg þokkalega miðað við að við höfum þurft að vera að leita að vissum kvikindum. Við megum bara veiða sjö tonn af þorski í túr. í síðasta túr fengum við 40 tonn af blönduðu eftir fjóra daga, aðallega af ufsa, ýsu og karfa.“ Þetta bjargast einhvem veginn „Við höfum reynt að sneiða hjá þorski eins og hægt er. Við höfum orðið varir við mikinn þorsk. Annaðhvort er þetta eitthvað breyti- legt hjá honum eða það er svona mikið magn af honum blessuðum. Annars veit maður það ekki, það er víða þorskur og eins á mjög óvenju- legum slóðum. Við höfum verið mikið í Berufjarðarál og einnig austur af Öræfagrunni. Eg endurtek að það hefur verið hægt að fá mikinn þorsk í vetur.“ En hvernig er afkoman þegar þið þurfið að vera í þessum ódýrari teg- undum? „Ég veit ekki, þetta bjargast ein- hvern veginn, við höfum fengið að senda eitthvað út og eins er selt á markaði hér heima. Ýsan hefur farið á markað hér en karfinn fer til Þýska- lands, það bjargar þessu aðeins.“ Hefur verið rólegt „Við erum þrettán á, en annars hefur þetta verið rólegt hjá okkur í vetur. Við höfum verið mikið á sjó og við höfum reynt að teygja á þessu eins mikið og hægt er. Ég held að við náum að vera að út fískveiðiárið, það hefst með svona leikaraskap. Við höfum stóran ýsukvóta og með því að reyna að hanga á þessu er hægt að stunda þetta án þess að lenda í sektum,“ sagði Árni Kjartansson. „Pað hefst með svona leikaraskap, “ sagði Árni Kjartansson, skipstjóri á Hafnarey, þegar hann var að lýsa hvemigþeim tekst að halda sér á veiðum út fiskveiðiárið. 38

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.