Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1997, Blaðsíða 7
og aftur næsta dag. Eftir páska var ég
komin með hálft handrit að bók. Ég fór að
velta því fyrir mér hvað ég ætti að gera við
þetta. Mér fannst Ijóðin frekar léttvæg. Þau
eru mjög auðskiljanleg og sum frekar fynd-
in. Maður er fastur í því að Ijóð eigi að vera
djúp og torræðin," segir Linda og glottir.
Lífið um borð í Hvítanesinu féll að þeirri
mynd sem Linda hafði gert sér í hugarlund
af frásögnum á æskuheimilinu.
„Ég hafði farið í siglingu með pabba þeg-
ar ég var fjórtán ára. Ég hafði því ákveðnar
hugmyndir um það að sjómenn töluðu um
matinn eða segðu rosasögur af lifandi og
látnum sjómönnum. Nákvæmlega þetta
gerðist í þessari ferð með Hvítanesinu. Allt
var einsog ég hafði ímyndað mér og ég er
svoiítið hissa á því. Það getur líka vel verið
að ég hafi ekki leitað að neinu öðru. Af því
ég er alin upp við sjómennsku geri ég mér
nokkuð ítarlega mynd af lífinu um borð,“
segir Linda. „Fimm af níu manna áhöfn
voru íslendingar en fjórir voru pólskir. Ég sá
þessa erkitýpu í hverjum (slendinganna en
samskiptin við Pólverjanna voru minni
vegna tungumálaörðugleika."
Ljóðin fjalla um áhöfnina og það sem
gerðist um borð í fimm daga siglingu. Eins
konar smámyndir af atburðum og persón-
um um borð í Hvítanesinu á tilteknum tíma.
„Lífið er í mjög föstum skorðum um borð
í svona skipi. í þessum heimi eru öll frávik
frá hinu vonda. Ég var hins vegar gott frá-
viki“ segir Linda og hlær mikið. „Þeir voru
glaðir að hafa mig um borð. Þeir gátu sagt
mér allar sögurnar sem hinir voru löngu
leiðir á.“
Þegar bókin fór í vinnsiu sagði Linda
áhöfninni frá því að von væri á Ijóðabók um
ferðina og áhöfnina. Hins vegar leið langur
tími þar til bókin kom út.
„Fyrir nokkrum dögum hitti ég einn úr
áhöfninni sem hafði verið í fríi þegar ég
sigldi með þeim. Hann hafði lesið bókina
og lýsti yfir ánægju sinni með hana. Hann
sagðist kannast við það sem Ijóðin fjalla
um og geymir bókina í klefanum sínum um
borð. Honum fannst merkilegt hvað ég gat
lýst þessu vel,“ segir Linda um viðtökur
þeirra sem eru yrkisefnið."
Linda er spurð hvort hún hafi gert sjó-
mennskunni endanleg skil í Ijóðum sínum.
Hún hugsar sig um augnablik áður en hún
svarar:
„Nei, ég hef aðeins gert einni siglingu
skil.“
Jóhanna Á. H. Jóhannsdóttir
Úr Ijóðabókinni Valsar úr síðustu siglingu
eftir Lindu Vilhjálmsdóttur.
Utgefið afMál og menningu 1996.
hásetar saltskip
ruglið maður ruglið eitthvað
svo skeður andskotans ekkert karlmannlegt
gerist andskotans ekkert við að skrúhba
gerist gummi burtryð
ég sagði það hemmi sagði ryðverja
það skeður andskotans ekkert og mála yfir ryð
það gerist andskotans ekkert gummi skipið þynnist
það skeður andskotans ekkert heldur og þynnist
hemmi minn
skipsþókin dauðahafið
síðasta ég prótestera ég
sigiing verð ekki sjóveik
var djöfulleg frekar en faðir minn
afar forfeður vfkingar
kjúklingur
steiktur og soðinn hefstigið ölduna
kjúklingakássa síðan ég fæddist á sjó
kjúklingalifur mannadaginn og blóðið
og kjúklinga íæðum mérersaltara en brim
magar í matinn
salat og samiokur áhöfnin
fkjúklinga helvítis
kaffinu pólskirmenn
. og íslenskir
maturinn yfir menn
og undir
kokkurinn hlýðir
ónýtri ordru og sýður menn
annan hvern dag
onífslenska
martröð
þeirklaga
að loðið lærið þegar þorskurinn klárast
sé ættað úr úrúgúvæ i vetrarsleninu
eða ofnsteikt í ullarsokk
á verksmiðjuskiþinu
aðrir éta grautfúlir eru hendurnar ísaðar
síúldna síld
sem flýturflýsi afhöggnar flakaðar
með rauðkáli roðflettar frystar
Sjómannablaðið VIkingur
7