Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1997, Blaðsíða 21
Egill Egilsson, stýrimaður í
Stykkishólmi
Útqerðin
gafst
upp!
„Deilan snérist um að fá
þau laun greidd sem gert er
ráð fyrir í samningum. Út-
gerðin greiddi stýrimanns-
hlut þá túra sem ég var með
þátinn. Ég bauð þeim marg-
oft að gera upp við mig
samkvæmt samningum, en
þeir vildu það ekki. Ég átti
enga aðra leið en stefna
þeim til að fá þau laun sem
mér bar,“ sagði Egiil Egils-
son, fyrrum stýrimaður hjá
Sigurði Ágústssyni í Stykk-
ishólmi, en eftir langa deilu
hefur útgerðin loks greitt
Agli þau laun sem hann átti
inni.
Guðjón Ármann Einars-
son, framkvæmdastjóri Öld-
unnar og Jónatan Sveins-
son, lögmaður félagsins,
tóku að sér ásamt Agli að
undirbúa málssóknina.
Eigendum Sigurðar Ágústs-
sonar hf, var stefnt og
skömmu áður en málflutn-
ingur átti að vera, bauð fyr-
irtækið sættir, sem voru
Þær að greiða Agli þau laun
sem hann vissi að hann
hafði verið hlunnfarinn um.
Fleiri deilur
Sumrin 1994 og 1995 var
Egill stýrimaður á Kristni
Fhðrikssyni og leysti af sem
skipstjóri. Rök útgerðarinnar
voru meðal annars þau að
aðalskipstjórinn hafi gegnt
starfi sínu þá túra sem hann
var í landi og því bæri Agli
ekki skipstjórahlutur. Sem
fyrr segir greiddi útgerðin
Agli áður en málið var flutt
fyrir dómi, það er einu og
hálfi ári eftir að Egill hætti
sem stýrimaður á Kristni
Friðrikssyni.
Eftir að Egill hætti á
Kristni Friðrikssyni var hann
ráðinn sem skipstjóri á
Hamrasvani, en Sigurður
Ágústsson hf. á báða bát-
ana. Vorið 1996 kom upp
deila um rækjuverð á öllum
bátum fyrirtækisins. Úr-
skurðarnefnd úrskurðaði
100 króna lágmarksverð.
Fyrirtækið sættist ekki á
það verð og hótaði
áframhaldandi stöðvun allra
bátana. Eftir að hafa rætt
við einstakar áhafnir sömdu
tvær þeirra um 88 króna há-
marksverð gegn endurráðn-
ingu. Egill og félagar á
Hamrasvani vildu ekki sætt-
ast á það verð sem útgerðin
bauð, en vildu fá það verð
sem úrskurðað hafði verið
Þá var þeim, gert að binda
bátinn og þeir ekki ráðnir á
ný. ■
Hafnarbraut 25 • 200 Kópavogur
Sími 554 0000 • Fax 554 4167
Hvort sem þú kallar
þau Klaka-, teygju-
eða teleskópbönd,
þá eru útdraganlegu
færiböndin frá
KLAKA „draumur
í dós“. Hægt er að
setja fisk og ís beint
í fiskkör í öllum
hornum lestarinnar. Böndin eru snúanleg 360 gráður
og geta flutt uppí- og niðrímóti
• Bætir meðferðina á fiskinum verulega
• Meiri afköst nást
• Gjörbylting á vinnubrögðum í lestinni.
Böndin eru úr rafbrynjuðu sjóþolnu áli. Þau eru knúin
tromlumótor 0,55 kW, 0,32 m/s. Þau ná frá 2,7 til 4,8
metrum frá upphengju, sem getur verið endi á færan-
legu bandi í lestarlofti eða festing beint undir lúgu.
Styttri útqáfa fáanleg.
SjÓMANNABLAÐIÐ VlKINGUR
21