Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1997, Blaðsíða 44
Sjómaður segir frá reynslu sinni að vera „sjanghæaður!“
Hafið bláa hafið
„Ég var á vertíðarbát, þetta var um 1965, og við Iögðum upp í
Reykjavík. Það var kominn apríl og við áttum helgarfrí. Ég datt i það
á Iaugardagksvöldinu og drakk lifandis ósköp. Þegar ég rankaði við
mér á sunnudeginum langaði mig í afréttara, og það meira en allt ann-
að,“ þannig segir fyrrverandi sjómaður frá. Þetta heglarfrí átti eftir að
verða lengra en hann óraði fyrir, það er ef frí skal kalla.
„Um hádegið hitti ég nokkra sem eins var ástatt um, nema munur-
inn var sá að þeir áttu sopa. Ég fékk að drekka með þeim fram eftir
degi og áður en ég vissi vorum við komnir um borð í togara, það var
svo sem ekki verra en vera á götunni. Það virtist vera nóg til að drekka
og ég því áhyggjulaus. Það kom að því að ég sofnaði og vaknaði ekki
fyrr en á mánudeginum, en þá var greinilegt að ég var út á sjó. í fyrstu
hélt ég að ég væri þar sem mér bar, það er um borð í bátnum sem ég
var á. Fljótlega gerði ég mér grein fyrir að svo var ekki. Þetta var ekki
kojan mín og umhverfið var mér framandi.
Hvar er ég?
Þegar ég afréð að teygja hausinn, sem kvaldist af timburmönnum,
fram úr kojunni sá ég að það voru fleiri í svipuðu ástandi og ég sá Iíka
Hreinsum allar gerðir
aftönkum. Vatnstanka,
olíutanka, slamtanka,
sjótanka, wc tanka,
vélabotna ogfleira.
Fljót og örugg þjónusta.
Margra ára reynsla.
Magnús Sigurðsson
Skipasundi 40
Sími: 553-8796 - Símb: 846-1766
að ég var um borð í togara. Það tók að renna upp fyrir mér ljós, ég
mundi eftir að hafa farið um borð. Ég hafði verið „sjanghæaður". Þá
var ekki annað að gera en sættast við hlutskipti mitt. Ég fór upp á
dekk, það var gott veður og ég söng „Hafið bláa hafið, hugann dreg-
ur“.
Það var ekki annað að gera en taka örlögum sínum. Ég komst að því
að við vorum að fara í siglingatúr, það átti að selja í Bretlandi eftir
þrjár vikur rúmar. Eftir að ég tók að braggast hugsaði ég óneitanlega
heim og um borð í bátinn sem ég var á. Enginn vissi hvar ég var, ég
hafði svo sem hvorfið áður og ákvað að láta ekki vita af mér. Okkur
gekk ágætlega að fiska í skipið og þá var það siglingin.
Þegar við komum til Hull var mitt fyrsta
verk að detta í það. Ég varð snemma talsvert
fullur og flæktist um allt, oft í vafasömum
félagsskap. Þegar fór að brá af mér ákvað ég
að fara um borð og hitta skipsfélagana. Þeg-
ar ég kom niður að höfn var togarann hver-
gi að sjá. Ég fór að spyrjast fyrir um skipið,
hann var þá farinn til íslands, ég hafði orðið
eftir.
Bjargvættir
Það vildi mér til happs að ég var með
nokkuð af peningum, þó svo það hafi ekki alltaf verið vandamál á
þessum árum. Ur því sem komið var, var ekki nema eitt að gera,
halda áfram þar sem frá var horfið, það er halda áfram að skemm-
ta mér. Ég varð ekki var við neina íslendinga og smátt og smátt
jukust áhyggjurnar.
Að kvöldi var ég staddur inn á bar og mér til mikillar gleði heyri
ég talað á íslensku. Þar var mannskapur af Sigurði Bjarnasyni frá
Akureyri að spjalla saman. Þeir áttu að fara heim eftir tvo daga og
okkur samdist þannig um að ég fengi að fljóta með þeim heim.
Það gekk eftir og siglingin heim gekk vel, það var nóg til að
drekka og veigarnar hvergi sparaðar.
Skipsfélagar á Akureyri
Rúmum mánuði eftir að ég hafði dottið í það í helgarfríi í
Reykjavík var ég staddur á Akureyri, blankur, hálffullur og ráða-
laus. Ég flæktist þar um í nokkra daga. Einn daginn þegar ég er á
gangi eftir Hafnarstræti, þá heyri ég nafnið mitt kallað, það ekki af
einum manni, nei þeir voru fjórir sem kepptust við að kalla nafn
mitt.
Þar voru félagar mínir á vertíðarbátnum komnir. Þeir höfðu að
lokinni vertíð skellt sér í ferðalag. Þeir voru eðlilega hissa á að hitta
mig, vissu eðlilega ekki hvað hefði orðið um mig. Við bjuggum all-
ir í sama sjávarplássinu og svo fór að þeir sáu aumur á mér, flýttu
heimferðinni og tóku mig með.
Það voru þung spor þegar ég gekk upp að húsinu og bankaði. Ég
vissi að konan yrði reið.“ ■
44
SJÓMANNABLAÐIÐ VÍKINGUR