Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1997, Blaðsíða 59

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1997, Blaðsíða 59
SlGMAR SVEINSSON SKRIFAR. Hugleiðingar um þorskveiðar og ráðgjöf fiskifræðinga. Svarið var, enginn afli Mér verður oft hugsað til þess, þegar ég lít til baka yfir síðustu ár, hversu marktæk ráð- gjöf Hafrannsóknarstofnunar er við ákvörð- un þorskaflahámarks. A síðustu þrettán árum hef ég nær ein- göngu stundað netaveiðar á hefðbundnum vertíðarbátum. Ef ég rifja upp vertíðir fyrir svo sem 10 árum, er þess minnst að það þótti viðunandi VlNNUAÐFERÐIR HAFRÓ VIÐ MAT Á ÞORSK- STOFNINUM I orði tala fiskifræðingar um að eiga gott samstarf við skipstjóra á fiskiskipum, en hvernig er þetta samstarf? Þegar fjölmiðlar fjalla um mikla þorsk- gegnd og landburð af fiski og inna fiskifræð- inga álits, skortir ekki svörin. Þeir viður- kenna að „líklega“ sé þorskstofninn eitthvað á uppleið, en mest sé þetta blásið upp af skipstjórum og hagsmunum ein- stakra aðila í útgerð og því beri að taka þessu með fyrirvara. Ekkert OG 50 TONN Mig langar að rifja upp atvik, sem varðar togararall, frá síðustu vertíð. Að kvöldi 18. mars 1997 lögðum við 45 net austur við Ingólfshöfða. Um nótdna kom Brettingur NS 50 og togaði við endana á trossunum í togararalli 1997. Hafði ég samband við skipstjórann og spurði um afla- brögð. Svarið var; enginn afli. Við byrjuðum svo að draga trossurnar eft- ir 10 tíma legu. Við fengum 50 tonn í þær. Þegar þessi mismunur á afla, í sitthvort veiðarfærið, er borinn undir fiskifræðinga, er svarið að tilgangurinn sé ekki að fá sem mest af þorski. Togararallið er einn af höfuðþáttunum í að meta stærð þorskstofnsins. Hvernig er það hægt ef tilgangurinn er ekki sá að fá þorsk í trollið? að fá tonn í trossu af óslægðum þorski, eftir nóttina. Róður upp á 15 til 20 tonn þótd mjög góður, það er þegar vertíð stóð sem hæst, það er í apríl og mars. Þá er ég tala um afla í tíu til tólf fimmtán neta trossur. I dag þykja ekki merkilegar fréttir þó ein- hver sé að fá tvö tonn í trossu í janúar, hvað þá í mars. Á stærri netabátum væri leikur emn að skila eitt þúsund til fimmtán hund- ruð tonnum af slægðum þorski á hefðbund- inni vetrarvertíð, og þyrfti engar tíu eða tólf trossur til. Samdóma álit flestra skipstjóra Það er samdóma álit flestra skipstjóra að óhætt væri að auka þorskaflahámark í 250 til 300 þúsund tonn. Það myndi leysa flest vandamál varðandi svokallað kvótabrask og brottkast á fiski. Einnig myndi það draga úr sókn í aðrar tegundir, sem verr er ástatt um, til dæmis ufsa. Það hlýtur að vera alvarlegt umhugsunar- efni að örfáir einstaklingar með einhver reiknilíkön skuli geta gefið út einhverjar ímyndaðar tölur um það hversu mikið af þorski syndir við íslandsstrendur. Sigmar Sveinsson, skipstjóri á GuSrúnu VE Mótorvindingar og aðrar rafvélaviðgerðir á vel búnu verkstæði Raflag naþjón u sta í skipum, verksmiðjum og hjá einstaklingum Vatnagörðum 10 • Reykjavík S 568-5854 / 568-5855 • Fax: 568-9974 SjÓMANNABLAÐIÐ VÍKINGUR 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.