Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1997, Qupperneq 28

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1997, Qupperneq 28
TF-LIF og TF-SIF. var mjög hægfleyg og bar ekki mikið. Það er ekki hægt að tala um hana sem neina björg- unarþylu. En vissulega fór hún í styttri sjúkraflug. TF-EIR var hins vegar mest not- uð við alls konar vinnu út frá varðskipi og við vitaþjónustu." - Voru menn þá sendir utan til þess að læra þyrluflug sérstaklega? „Já, það var einn maður sendur utan til Bandaríkjanna, Björn heitinn Jónsson, til að læra á þyrlu. Hann var eini flugmaður þyrl- unnar þar til haustið 1967 að ég var ráðinn gagngert á þyrluna, þó ég hafi verið með önnur flugréttindi fyrir. Það var í mínum ráðningarsamningi að ég ætti að læra á þyrlu sem ég og gerði. En þyrlurekstur Gæslunnar á þeim tíma var gjörólíkur því sem er í dag.“ - Varst þú ráðinn yfirflugstjóri eftir slysið í Jökulfjörðum? „Já, og þá voru sett skýr markmið með þyrlurekstrinum. Þyrla Gæslunnar skyldi fyrst og fremst vera rekin sem björgunar- þyrla. Allar æfingar áhafnar voru við það miðaðar. í öðru lagi skyldi nota þyrluna til gæslustarfa og í þriðja lagi fyrir ýmsar opin- berar stofnanir eftir því sem ætti við hverju sinni. En fyrst og fremst var samsetning áhafnar og þjálfun miðuð við leit og björgun. Áður hafði gæsluþátturinn verið miklu ríkari í þyrlurekstrinum. Við fórum í srriiðju til ná- granna okkar við Norðursjó þar sem einhver mesti þyrlurekstur í heiminum er saman- komin á litlu svæði. Við tileinkuðum okkur þeirra miklu reynslu varðandi allan búnað er tilheyrir leit og björgun með þyrlu. Þetta fór strax að skila árangri." Engar vaktir við þyrlureksturinn - Þegar þyrlureksturinn hófst árið 1965 hafa menn eflaust horft til þeirra nota sem aðrar þjóðir höfðu af þyrlum? „Já, menn gerðu það. Pétur Sigurðsson, þáverandi forstjóri Landhelgisgæslunnar, var mjög framsýnn maður og opinn fyrir öllum nýjungum. Hann var því fljótur að sjá mögu- leikana við að nota þyrlu bæði við landhelgis- gæslu og björgunarstörf. Það var hægt að út- víkka verksvið varðskipanna með því að hafa þyrlu um borð. Hins vegar var þessu kannski ekki fylgt eftir sem skyldi. Danir voru til dæmis að fara út í svona þyrlurekstur á svip- uðum tíma. Þeir fylgdu þessu betur eftir, Eftir að GNA brotlenti var engin eiginlega björg- unarþyrla til staðar hjá Gæslunni þar til RAN kom til landsins árið 1980. Það reyndi nokkuð á hana sem björgunar- þyrlu. Ég man til dæmis eftir því að við Benóný Ásgrímsson flugstjóri fórum á RAN og björguð- um mönnum á síðustu stundu af skerjum á Breiðafirði þegar Haförn- inn fórst. enda gátu þeir gert það af meiri efnum en við. Þyrlurekstur Dana út frá varðskipum er orðinn mjög háþróaður og skip þeirra sem eru á hafinu hér nálægt eru alltaf með þyrlu um borð. Við tókum aftur á móti aldrei skrefið til fulls á sama hátt og Danir hvað þetta varðar.“ - Sikorsky þyrlan TF-GNA var keypt árið 1972. Var það fyrsta eiginlega björgunarþyrl- an? „Það má segja það þar sem hún var útbúin björgunarspili. Hinar höfðu ekki verið með slíkt spil og þar skilur á milli. Með komu GNA fórum við að æfa hífmgar og það voru sóttir sjúklingar um borð í togara á hafi úti. En GNA hafði mjög takmarkað flugþol og aðeins einn hreyfil. Það var hins vegar ekkert á þennan rekstur að byggja sem alvöru björg- unarþjónustu. Engar vaktir voru við þyrlu- reksturinn eins og nú þar sem við erum til taks allan sólarhringinn“ Engin eiginleg björgunarþyrla - En fóru sjómenn að treysta meira á björg- unarþyrlu með tilkomu þessarar þyrlu? „Nei, ég get varla sagt að svo hafi verið. Við fórum að vísu hringferðir um landið svo sem á sjómannadaginn og sýndum hífmgar af skipum og úr sjó. En það vantaði svo mik- ið á bak við þetta, ekki síst sólarhringsvaktir áhafnar þannig að þyrlan væri alltaf til taks. Þetta var hins vegar gott skref í rétta átt og þess sem síðar varð. En eins og ég sagði sóttum þó slasaða menn um borð í skip og fórum í sjúkraflug inn á landið á GNA. Engar vaktir voru við þyrlureksturinn þetta var allt á brauðfótum og ómarkviss rekstur. Svo fáum við Hughes- þyrluna GRO árið 1976. Hún var raunar í sama flokki og Bellurnar, EIR, HUG og MUN, nema hún var með túrbínuhreyfli og hraðfleygari. En GRO var einkum notuð við vitaþjónustu og þjálfunarflug, enda ekki björgunarþyrla sem slík. Eftir að GNA brotlenti var engin eiginlega björgunarþyrla til staðar hjá Gæslunni þar til RAN kom til landsins árið 1980. Það reyndi nokkuð á hana sem björgunarþyrlu. Ég man til dæmis eftir því að við Benóný Ásgrímsson flugstjóri fórum á RAN og björguðum mönnum á síðustu stundu af skerjum á Breiðafirði þegar Haförninn fórst. Það var erfitt flug, enda vitlaust veður. Það vantaði hins vegar enn að koma á vaktakerfi þannig að þyrlan væri tiltæk allan sólarhringinn. Slysin gera ekki boð á undan sér. En við æfð- um stíft þótt hlutverk spilmanna og sig- 28 Sjómannablaðið Víkingub
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.