Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1997, Blaðsíða 6

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1997, Blaðsíða 6
Ljóðskáldið Linda Vilhjálmsdóttir fæddist á sjómannadaginn árið 1958. Sterkir sjómannastofnar standa að Lindu og í hennar fjölskyldu þótti það ansi góð byrjun að fæðast þennan dag. Með pabba á bryggjunum Ljóðskáldið Linda Vilhjálmsdóttir fædd- ist á sjómannadaginn árið 1958 og í ár ber afmælið hennar upp á sjómannadaginn þann 1. júní. Sterkir sjómannastofnar standa að Lindu og í hennar fjölskyldu þótti það ansi góð byrjun að fæðast þennan dag. Faðir Lindu, Vilhjálmur Ólafs- son, er fyrrum sjómaður, móðurafinn var sjómaður og móðurbræður hennar stund- uðu sjó um lengri eða skemmri tíma. Á síðasta ári sendi Linda frá sér Ijóða- bókina Valsar úr síðustu siglingu. Ljóðin eru minningarbrot úr ferð Lindu með Hvítanesinu til Frakklands. „Pabbi sagði oft við mig að ég væri með salt blóð í æðum af því ég er fædd á sjó- mannadaginn," segir Linda. Eins og hún lýsir svo skemmtilega í formála Ijóðabók- arinnar snerist líf fjölskyldunnar um sjó og fisk. Karlarnir stunduðu sjóinn eða tengd- ust útgerð eins föðurafinn sem var gjald- keri hjá Kveldúlfi, konurnar unnu í fiski og étinn var fiskur fimm daga vikunnar. Linda er elst þriggja systra en enginn þeirra lagði sjómennsku fyrir sig. Það var ekki ætlast til þess. Dóttir fædd á sjó- mannadag var nægur heiður til fjölskyld- unnar. „Við systurnar vorum með pabba á bryggjunum þegar hann var í fríi. Hann tók okkur í bíltúr sem endaði alltaf niðrá Granda. Hann gleymdi sér í nokkra klukkutíma á spjalli og þá vorum við út og innum alla báta. Seinna fengum við að fara með honum í túra með þeim skipum sem hann var á,“ segir Linda. Tólf ára labbaði Linda sér inn i ísbjörn- inn og bað um vinnu. Hún var ráðin og sumarvinnan næstu ár var tryggð, svo og vinnan í jóla- og páskafríum. Sama var að segja um yngri systur hennar. Linda byrjaði snemma að yrkja og upp- úr tvítugu fór hún að „taka sig alvarlega sem skáld,“ segir hún. „Þá fór ég að yrkja raunsæja texta sem andstæðu við þessa rómatísku sjómannatexta sem heyrðust í Óskalagaþættinum. Það er bara ekki hægt að vera á móti sjómannavölsunum til lengdar. Þeir eru svo innilega væmnir að maður fellur fyrir þeim aftur og aftur.“ Eitt Ijóða Lindu frá uppreisnarárunum er svona: horfðu á manninnn spennntan niður ístólinn með sótsvartan pokann á höfðinu ryðgaðan skrokkinn standa syfjaða vaktina hlustaðu hlustaðu á rósótt suð sjómannavatsana Árið 1994 fór Linda í heimsókn til systur sinnar, Hafdísar, í Frakklandi. Hafdís seldi þá saltfisk fyrir dótturfyrirtæki SÍF í Jonzac. Til að spara peninga fékk Linda far með saltfiskfarminum um borð í Hvíta- nesinu. „Það stóð ekki til að skrifa um þessa sjóferð, öðru nær. Ljóðin komu smátt og smátt til mín. Á föstudaginn langa árið 1995 settist ég niður og skrifaði fjögur fyrstu Ijóðin, svo komu önnur daginn eftir 6 Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.