Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1997, Side 6

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1997, Side 6
Ljóðskáldið Linda Vilhjálmsdóttir fæddist á sjómannadaginn árið 1958. Sterkir sjómannastofnar standa að Lindu og í hennar fjölskyldu þótti það ansi góð byrjun að fæðast þennan dag. Með pabba á bryggjunum Ljóðskáldið Linda Vilhjálmsdóttir fædd- ist á sjómannadaginn árið 1958 og í ár ber afmælið hennar upp á sjómannadaginn þann 1. júní. Sterkir sjómannastofnar standa að Lindu og í hennar fjölskyldu þótti það ansi góð byrjun að fæðast þennan dag. Faðir Lindu, Vilhjálmur Ólafs- son, er fyrrum sjómaður, móðurafinn var sjómaður og móðurbræður hennar stund- uðu sjó um lengri eða skemmri tíma. Á síðasta ári sendi Linda frá sér Ijóða- bókina Valsar úr síðustu siglingu. Ljóðin eru minningarbrot úr ferð Lindu með Hvítanesinu til Frakklands. „Pabbi sagði oft við mig að ég væri með salt blóð í æðum af því ég er fædd á sjó- mannadaginn," segir Linda. Eins og hún lýsir svo skemmtilega í formála Ijóðabók- arinnar snerist líf fjölskyldunnar um sjó og fisk. Karlarnir stunduðu sjóinn eða tengd- ust útgerð eins föðurafinn sem var gjald- keri hjá Kveldúlfi, konurnar unnu í fiski og étinn var fiskur fimm daga vikunnar. Linda er elst þriggja systra en enginn þeirra lagði sjómennsku fyrir sig. Það var ekki ætlast til þess. Dóttir fædd á sjó- mannadag var nægur heiður til fjölskyld- unnar. „Við systurnar vorum með pabba á bryggjunum þegar hann var í fríi. Hann tók okkur í bíltúr sem endaði alltaf niðrá Granda. Hann gleymdi sér í nokkra klukkutíma á spjalli og þá vorum við út og innum alla báta. Seinna fengum við að fara með honum í túra með þeim skipum sem hann var á,“ segir Linda. Tólf ára labbaði Linda sér inn i ísbjörn- inn og bað um vinnu. Hún var ráðin og sumarvinnan næstu ár var tryggð, svo og vinnan í jóla- og páskafríum. Sama var að segja um yngri systur hennar. Linda byrjaði snemma að yrkja og upp- úr tvítugu fór hún að „taka sig alvarlega sem skáld,“ segir hún. „Þá fór ég að yrkja raunsæja texta sem andstæðu við þessa rómatísku sjómannatexta sem heyrðust í Óskalagaþættinum. Það er bara ekki hægt að vera á móti sjómannavölsunum til lengdar. Þeir eru svo innilega væmnir að maður fellur fyrir þeim aftur og aftur.“ Eitt Ijóða Lindu frá uppreisnarárunum er svona: horfðu á manninnn spennntan niður ístólinn með sótsvartan pokann á höfðinu ryðgaðan skrokkinn standa syfjaða vaktina hlustaðu hlustaðu á rósótt suð sjómannavatsana Árið 1994 fór Linda í heimsókn til systur sinnar, Hafdísar, í Frakklandi. Hafdís seldi þá saltfisk fyrir dótturfyrirtæki SÍF í Jonzac. Til að spara peninga fékk Linda far með saltfiskfarminum um borð í Hvíta- nesinu. „Það stóð ekki til að skrifa um þessa sjóferð, öðru nær. Ljóðin komu smátt og smátt til mín. Á föstudaginn langa árið 1995 settist ég niður og skrifaði fjögur fyrstu Ijóðin, svo komu önnur daginn eftir 6 Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.