Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2002, Síða 4

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2002, Síða 4
Gæsluþankar Landhelgisgæslan hefur að undanförnu verið mikið til umfjöllun- ar i ræðu og riti. Hvatann að þeirri umræðu má rekja til ákvörðunar dómsmálaráðuneytisins um að leggja varðskipinu Óðni og spara með því nokkrar milljónir. Frá unglingsárum fylgdist maður með starfsemi Gæslunnar og dáðist að glímu gæslumanna við útlending- ana, þá aðallega Tjallann. Manni fannst átökin iðulega eiga sér hlið- stæðu í bardaga Davíðs við Golíat. Maður fylltist aðdáun á þeim mönnum sem hvað eftir annað lögðu líf sitt og limi að veði í barátt- unni fyrir hornsteini íslensku þjóðarinnar, fiskimiðunum. Fram til þess að við íslendingar fengum yfirráð yfir 200 sml. efnahagslögsögunni má segja að blasað hafi við Landhelgis- gæslunni ákveðin stórverkefni, það er að segja næsta útfærsla lög- sögunnar og gæsla hennar í framhaldinu. Allt frá því að við byrjuð- um með því að loka fjörðum og flóum, síðan 4 sml, 12 sml, 50 sml og loks 200 mílurnar. Segja má því, með nokkrum rökurn, að í meira en hálfa öld hafi meginmarkmið Gæslunnar legið ljóst fyrir þótt að sjálfsögðu séu þá ótalin fjölmörg önnur verkefni sem hvílt hafa á hennar herðum. Nú virðist mér sem leikmanni að heilmikil krísa sé komin upp. Ekki er í sjónmáli frekari stækkun lögsögunnar og þar af leið- andi hefur hlutverk Gæslunnar og verkefni hennar breyst. Ekki er ég allt of viss um að allir ráðamenn þjóðarinnar geri sér grein fyrir þeirri óravíðáttu sem fólgin er í efnahagslögsögu okkar íslendinga. Hvað sem þvi líður þá er það ljóst, að yfirvöld verða að setja kraft í að að marka framtíðarstefnu um hlutverk Landhelgisgæslu íslands. Ég geri mér grein fyrir að það er ekki hrist fram úr erminni að setja kúrsinn í þessu máli. Þar er að ýmsu að hyggja. Öryggissjónarmið vega þungt auk þess sem gæslu- og eftirlitshlutverkið verður ávallt til staðar. Sjálfsagt sárnar einhverjum þegar blandað er saman fjársvelti Gæslunnar og fjárveitingum til ýmissa annara þátta. Rannsóknir sýna óyggjandi að sjómannsstörf á íslandsmiðum eru mjög áhættu- söm. Til dæmis eru mun meiri líkur á því að menn farist á sjó við íslandsstrendur heldur en í snjóflóðum, bílslysum eða annari óáran. Þannig má færa gild rök fyri því, að ef fjárveitingar væru í réttu hlutfalli við áhættu þá væru aðilar sem stuðla að auknu öryggi sjó- farenda í góðum málum. Væri ekki athugandi fyrir ráðamenn að horfa á málin frá þessu sjónarhorni? Forsíðumyndina tók Jón Kr. Friðgeirsson bryti FGæsluþankar. Forystugrein Árna Bjarna- sonar forseta FFSÍ 6 Svipmyndir úr síðustu (?) ferð varðskipsins Óðins sem Jón Páll Ásgeirsson tók. 8-13 14-17 18-23 Keflavík 1962. Skemmtileg grein eftir Gest Gunnarsson þar sem hann segir frá því er hann var háseti á Svaninum KE og þar koma fjölmargir menn við sögu. Utan úr heimi. Hilmar Snorrason skipstjóri skrifar fréttir og ýmsan fróðleik úr veraldar- hafinu. Rauði þráðurinn í minni sjómannsævi er tog- aramennskan. Viðtal við Jóa Belló skipstjóra sem segir undan og ofan af sjómennsku sinni sem spannar marga áratugi. Sigling um Netið. 28-38 Vitar á íslandi. Grein eftir Kristján Sveinsson þar sem hann stiklar á stóru í vitasögu ís- lands, sem hófst 1. desember 1878 þegar kveikt var á fyrsta vita landsins, Reykjanes- vita. 40-43 Framtiðarsýn - sjávarútvegur árið 2020. Eim- skipafélag íslands hefur keypt ÚA og Skag- strending hf. gegnum dótturfyrirtæki sitt, Burðarás. Friðrik Jóhannsson framkvæmda- stjóri Burðaráss og stjórnarformaður ÚA ræðir hér um sjávarútveginn og lítur fram á veginn. 44 Frívaktin Árni Bjarnason Útgefandi: Farmanna- og fisktmannasamband íslands. Borgartúni 18, 105 Reykjavík. Afgreiðsla og áskrift: síttii 562 9933 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Sæntundur Guðvinsson, sími 868 2159, netfang sgg@mmedia,is. Auglýsingastjóri: Sigrún Gissurardóttir, sími 587 4647 Ritnefnd: Árni Bjarnason. Eiríkur Jónsson, Hilmar Snorrason Forscti FFSÍ: Grétar Marjónsson Framkvæmdastjóri: Benedikt Valsson. Uinbrot, filmuvinnsla, prcntun og bókband: Gutenberg ehf. Aðildarfclög FFSÍ: Félag íslenskra skipstjórnarmanna, Skipstjórafélag Norðlendinga, Félag íslenskra loftskcytamanna, Félag br)-ta, Fclag matrciðslumanna, Skipstjóra- og stvrimannafélögin: Aldan, Reykjavík; Bylgjan, ísafirði; Sindri, Neskaupstað; Verðandi, Vestamannaeyjum; Vísir, Suðumesjum; Ægir. Reykjavík. Blaðið kemur út fjórum sinnum á ári. Þjónustusíður. Fyrirtæki sem taka þátt í ís- lensku sjávarútvegssýningunni kynna ýmis- legt í starfseminni. 0701no 177711: Sjómannablaðið Víkingur - 4

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.