Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2002, Page 8
Gestur Gunnarsson skrifar hér bráðskemmtilega og fróðlega frásögn frá þxí
hann réri á xertíðarbát frá Keflaxíli
Keflavík 1962
Árið 1939 var
smíðaður í Svíþjóð
76 tonna eikarbátur.
Bátur þessi var knú-
inn 150 hestafla
Bolinder vél. Hausl-
ið 1945 var báturinn
skráður í Keflavík,
þá nýkominn til
landsins. Dux hét
hann fyrstu árin, en
við eigandaskipti var
hann skírður Svanur
og fékk einkennis-
stafina KE 6. I mars
árið 1953 strandaði
Svanurinn á Garð-
skagaflös, áhöfnin
bjargaðist. Flakið
var flutt í dráttar-
brautina í Keflavík. Þar var smíðaður nýr
bolur, minni en sá gamli. Við endur-
skráningu í desember 1954 mældist bát-
urinn 56 tonn, hafði styst aðeins þarna á
skurðarborðinu í Dráttarbrautinni. Árið
1959 var svo skipt urn vél og sett niður
240 hestafla Wickman.
Sá er hér segir frá réði sig á þennan
lífsreynda bát í byrjun mars árið 1962.
Ráðninguna bar að með þeim hætti að
farið var á skrifstofu LIÚ í Hafnarhvoli
eftir hádegi á þriðjudegi og spurt um
pláss. Var mér vísað inn á skrifstofu þar
sem ungur maður var. Hann spurði „ertu
vanur“, „hvaða skip?“
-Formóður Goði og Víkingur, var svar-
ið.
„Þú átt að mæta klukkan tíu í Olíu-
samlagið í Keflavík, þar verður Ásmund-
ur Friðriksson. Þú segir honum að þú
sért að fara á Svaninn."
Svo fór ég heim að tína saman sjógall-
ann og athuga hvða þyrfti að kaupa. Mig
vantaði bara sjóhatt sem ég keypti hjá
Ellingsen fyrir 150 krónur. Þegar ég svo
mætti á tilsettum tíma í Olíusamlagið var
enginn Ásmundur þar. Aftur á móti var
þar maður sem hél Albert, hann sagði
mér að bíða, Ásmundur kæmi. Albert
þessi sat í einskonar afgreiðslu þar sem
var talstöð og sími. Stöðugt rennerí var
þarna, sumir að fá afgreidda olíu sem var
sjálfrennandi úr geymum uppi á bakkan-
um, rennslismælarnir
voru þarna niðri og
voru leiðslur niðrá
bryggju. Aðrir áttu
önnur erindi, veiðar-
færi, peningar, kost-
ur, meiri mannskap.
Þessi Albert var ým-
ist í talstöðinni eða
símanum og virtist
halda um ýmsa
þræði í þessari stóru
verstöð. Um ellefu-
leytið kom Ásmund-
ur og Svanurinn
renndi að bryggjunni
skömmu síðar með
fulla lest af bolta-
þorski. Ásmundur
kynnti mig fyrir
skipstjóranum, Garðari Magnússyni frá
Höskuldarkoti. Fóru þeir svo niður í lúk-
ar en ég í löndunina. Lestin var lúgufull,
forum við tveir og tveir til skiptis, í tíu
mínútna törnum að tína fiskinn upp úr
steisunum. Þegar við svo komum lönd-
unarmálinu niður fór þetta að ganga bet-
ur. Við vorum búnir að ganga frá urn
eittleytið.
• • • •
Það var ræst klukkan 6. Kokkurinn var
búinn að taka til mat, hann var kallaður
Halli. Þegar við vorum að klára kaffið
heyrðum við að slegið var af og kallaði „-
bauja“. Ég tók stakkinn, snaraðist upp og
tók baujuna með Einari Pálmasyni stýri-
manni. Við draujuðum henni aftur á
hekk. Einar sýndi mér hvernig átti að
hringa færið niður og þar með var ég
orðinn baujumaður. Netin voru dregin
með lágþrýstu vökvaspili og var fyrsti
vélstjóri oftast við spilið. Fyrsti vélstjóri
var elsti maðurinn um borð. Hann hét
Jóhann en var kallaður Dalli. Annar vél-
stjóri var kallaður Villi og sá um það
vandasama verk að leggja niður netin og
raða steinum og kúlum. Við úrgreiðslu-
borðið voru svo hásetarnir, stýrimaður-
inn og kokkurinn. Þarna í byrjun vertíð-
ar voru auk mín hásetarnir Indriði Ind-
riðason, Þröstur Brynjólfsson og tveir
strákar frá Siglufirði, Jói og Palli. Siglfirð-
ingarnir höfðu verið hásetar á togaranuin
Elliða sem brotnaði og fórst í fárviðri í
febrúar. Þeim Elliðamönnum var bjargað
á elleftu stundu af togaranum Júpíter
sem var undir stjórn Bjarna Ingimarsson-
ar. Þegar ég hafði verið nokkrar mínútur
þarna í úrgreiðslunni fór ég að verða
skrýtinn í maganum og ældi svo eins og
múkki. Toppstykkið var greinilega ekki
programmerað fyrir sveiílutiðni netbáts,
þetta var sjóveiki sem varði í þrjá sóla-
hringa.
Aðalvinna okkar háseta var að ná fisk-
inurn úr netunum og gera þau klár fyrir
næstu lögn. Þetta gat stundum verið snú-
ið því steinarnir virtust hafa tilhneigingu
til að snúast utanum netin. Kúlurnar
voru úr gleri, klæddar netpoka, hnútarn-
ir á því neti höfðu alveg sérstaka til-
hneigingu til að feslast í þorskanetinu.
Það var á köflum mun veiðnara á kúlur
en fisk. Svo var það vinur okkar allra,
þorskurinn. Hann gafst nú ekki upp bar-
áttulaust, var oft búinn að vefja netinu
utanum sig marga hringi áður en hann
andaðist. Ef það kornu upp mjög erfið
tilfelli, áttum við áhlaupasveit sem í voru
stýrimaðurinn og kokkurinn.
Kokkurinn hafði bæði kosti og galla.
Við áttum frí á laugardögum og ef kokk-
urinn lenti á fylleríi og mætti ekki á
laugardagskvöldum var enginn sunnu-
dagsmatur. Það var galli. Ef það var mik-
ið fiskerí á mánudegi, var þetta kostur.
Kokkurinn vann þá á dekkinu með tvö-
földum hraða, meðfram tilreiðslu á
sunnudagsmatnum. Einu sinni þegar við
vorum matarlausir á sunnudegi datt
Þresti, sem hafði verið í MA og kunni að
eigin sögn að reikna úl rúmmál kók-
flösku, í hug að sjóða rauðsprettu. En
eitthvað var nú lystin takmörkuð. Kokk-
urinn var mikill sögumaður, hafði víða
kornið við og lenl í ýmsu. Halli og Villi
voru fjölskyldumenn, þeir áttu heima í
Mýrahúsa- og Múlakampi, ekki í brögg-
um, nei þeir áttu hús sem þeir höfðu
srníðað sjálfir. Þeir „undirofficerar" virl-
ust fylgjast að og höfðu verið þarna síðan
í janúar. Seinna rakst ég á þá í byggingar-
vinnu. Þá var Halli sntiður en Villi hand-
langari. Sérsvið Halla í sögu var Magni í
Koti, pabbi skipstjórans, en Magnús
Gestur Gunnarsson
8 - Sjómannablaðið Víkingur