Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2002, Síða 22

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2002, Síða 22
kviknaði í rafmagnstöflunni sem var beint á móti loftinntökunum á vélarnar svo það sogaðist allt inn í þær og splundraði nánast öllu. Við vorum með 200 þúsund gallon af diselolíu sinn hvorum megin við og þetta var ekki notalegt. Þetta var gamall bátur en ég veit að það voru ekki liðnar fimm mín- útur þangað til við vorum búnir að loka vélarrúminu algjörlega. Það var enginn sem sagði neitt. Bara um leið og spreng- ingin varð var gengið í að loftþétta. Ég var reyndar búinn að fara í gegnurn námskeið þá, en enginn hinna. -Þarna erum við komnir langt frá Hal- anum, en þú hefur ekki sagt skilið við togaramennskuna? Ég er hjá Bæjarútgerðinni alveg þang- að til Snorri kemur. Sótti hann nýjan með Guðbirni. Fer svo norður á Krók. Síðan sæki ég Ólaf Jónsson til Póllands, en þá um sumarið sinnaðist okkur Kidda eitthvað og ég kláraði uppsagnar- frestinn en hætti svo. A trolli 1 Persaflóa Svo fór ég niður í Persaflóa árið 1977, frekar en 78. Þetta kom þannig til að ég var eitthvað að snudda niður á Kaffi- vagni og hitti þar Lúkas nokkurn Kára- son sem spurði hvort ég væri ekki til í að koma niður í Persaflóa. Hann var þá hjá sheiknum af Rasalkakhaima í gegn- um norskt fyrirtæki sem var þar með þróunarverkefni en var heima í fríi þegar ég hitti hann. Þarna var urn að ræða bræðslu og sjö litla báta, allir amerísk- byggðir og notaðir sem nótaskip. Jú, ég sló til, var hvorl sem er ekkert að gera. Þetta var í Sameinuðu arabísku fursta- dæmunum. Við vorum nokkuð margir Islendingar þarna. Fiskuðuðum bara í flóanum. Nótaskipin áttu aðallega að vera að veiða sardínukvikindi, brisling eða svoleiðis fyrir þessa verksmiðju. en það gekk bölvanlega. Ég var búinn vinna dálítið mikið í síldarnótum bæði á Dal- vik og hér i bænum. Ég var aldrei neitt hrifinn af þessum veiðarfærum. Þetta voru bara helvítis treflar þó þetta væri frá Norðmanninum. Það vantaði alveg skáinn á þetta og þegar voru komin 70- 80 tonn i þá bara hellti hún úr sér. Þetta kom bara eins og trefill. En ég byrjaði þarna með trollbát sem var búinn að trolla í rúman mánuð þegar ég kom. Ég man nú ekki tonnafjöldann sem hafði veiðst en þau voru ekki mörg. Flotastjórinn segir að ég eigi að fara á þennan bát, vanur togarakarl. Ég fer að kíkja á þessi veiðarfæri og sá strax að Efþað á að nást einhver sátt um þetta Iterfi verður að sltera það upp. Bruninn um borð í Hallveigu Ég var stýrimaður á Hallveigu Fróða- dóttur þegar bruninn varð um borð. Þegar ég hætti á Ásbergi fór ég á Hall- veigu ásamt Guðbirni. Ég var búinn að vera að í rúmt ár án þess að komast nokkurn tíman í frí. Guðbjörn hafði ver- ið veikur og var að koma úr veikindafríi. Ég veit ekki af hverju það var, en ég var að koma úr Hafnarfirði og segi við kon- una að ég sé að hugsa um að fara í frí. Hann eigi ekki að fara út nema í fimm til tíu daga og ég ætli að fá mér frí. Það stóð ekkert á því. Þeir fara út klukkan 11 um kvöldið og eru komnir vestur undir Jökul eða svo þegar eldur kemur upp. Það fórust sex menn. Það veit eiginlega enginn hvað gerðist. Það kviknaði í tvinnageymslu framí lúkar. Þar voru þrír klefar og svo var miðstöðvarklefi og lítil skonsa sem notuð var til að geyma tvinna og þar kviknaði í. Sennilega hefur verið farið ó- varlega með eld eða eitthvað slíkt. Reyk- urinn hefur banað mönnunum. Hinum tókst að slökkva og þar unnu þeir ein- stakt afrek. Þarna fórst eiginlega besti kjarninn úr liðinu okkar og góðir félagar mínir. -Hvernig var öryggismálum sinnt á þessum tíma, voru reglulegar björg- unaræfingar um borð í skipum? Það var voðalega fátítt og ekki neinar reglulegar æfingar eða neyðaráætlanir eins og er skylda í skipum núna. Allir sem eru búnir að vera eitthvað til sjós eru vægast sagt mjög varir um sig að ég held. Ég hef sjálfur lent í því að það kviknaði í skipi hjá mér til sjós og það er ótrúlegt hvað menn eru fljótir að grípa til réttra ráðstafana. Þá kviknaði í vélarrúmi á dráttarbát niðri í Angóla. Þá 22 - Sjómannablaðið Víkingui

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.