Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2002, Qupperneq 29

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2002, Qupperneq 29
virðist sem Reykjanesvitinn hafi nægt þeim fáu kaupskipunt sem lil íslands sigldu að vetrarlagi og íslenskir fiskimenn höfðu ekki enn komist upp á lag með að notfæra sér vita að neinu ráði. Á níunda áratug 19. aldar fór það nokk- uð að breytast og fyrst við Faxaflóa þar sem þilskipaútgerð var mikið stunduð. Árið 1884 lélu stjórnvöld setja upp á Garðskaga smávita, svokallaðan vörðu- vita, en þar var fyrir allmikil sjómerkja- varða sem hafði verið hlaðin árið 1847. Á næstu árum var komið upp fleiri slíkunt smávitum í samvinnu sveitarstjórna og út- vegsmanna enda tóku nú fiskimenn að nota þessa vita og vildu brátt alls ekki án þeirra vera þótt ekki væru vitaljósin skær því ljóstækin voru ekki annað en einfald- ar steinolíuluktir. í þeirn landshlutum þar sem ekki voru komnir neinir vitar bar aflur á móti á þeim sjónarmiðum að þeir væru til lítils gagns og alls ekki það sem sjófarendunt lægi mest á að fá. Meðal þeirra erlendu manna sem hér ráku einhverja starfsemi og höfðu kynnst vitalýsingu ytra gætti á hinn bóginn megnrar óánægju með ljós- leysið og saina mátti segja um þá fáu ís- lendinga sem höfðu sótt sjómannaskóla eða haft kynni af siglingafræði erlendis. Enginn þeirra varð þó til þess að gera neitl í málinu nenta Otto Wathne kaup- maður á Seyðisfirði. Hann reisti vita á Dalatanga fyrir eigin reikning árið 1895 til að leiðbeina skipum til hafnar á Seyðis- firði. Þessi gamli viti er vitaskuld löngu aflagður en Minjastofnun Austurlands hefur sýnt honum þann sónta að endur- byggja hann. Þegar kornið var fram um aldamótin 1900 fóru kröfur unt vitalýsingu að verða æ háværari, einkutn við Faxanóann, og bárust nú ekki síst frá skipstjórnarmönn- urn á fiskiskipum. Er hér var koinið var farið að halda fiskiskipum__ilskipunt _ til vei7ta frant eftir hausti og siglingar verslunarskipa til Reykjavíkur og annarra Faxaflóahafna jukust stöðugt. Árið 1895 barst Alþingi krafa frá félagsskap sem hét Utgerðarmannafélagið í Reykjavík þar sem farið var fram á að vitalýsing við Faxaflóa yrði bætt og nú brá svo við að Alþingi sinnti þessari beiðni. Hér á landi var þá hvorki til stofnun né einstaklingar sem hægt væri að fela vitabyggingar og því sendi Alþingi erindi til íslandsmála- ráðuneytisins í Kaupmannahöfn, sem kom þvi á framfæri við llotamálaráðu- neytið danska. Svo stóð á um þessar ntundir að danska vitastjórnin hafði á ár- únum 1892-1893 byggt allnokkra smávita í Færeyjunt og bjó því yfir reynslu sem hægt var að nýta þegar erindi íslendinga barst. ÞRÍR VITAR 1897 Danskur vitasérfræðingur á vegum dönsku vitaþjónustunnar, Fritz Nikolaj Brinch að nafni, var sendur til íslands sumarið 1896 til að rannsaka vitastæði við Faxaflóa og hann samdi að förinni lokinni kostnaðaráætlun fyrir byggingu þriggja Garðshagavitiim var sájyrsti af stóru vitun- um scm var rafvœddui: Pessi viti, sem byggð- ur var lýðveldisárið 1944, er meðfegurstu og reisulegustu vitum landsins. Ljósnt. Kristján Sveinsson. 1 eigu Siglingastofnunar íslands. vita við Flóann, Garðskagavita, Gróttuvita og Skuggahverfisvita í Reykjavík. Sá síð- astnefndi var geiraviti sem ætlað var að lýsa leiðina inn á leguna við Reykjavík og að auki var ákveðið að skipta um ljóstæki í Reykjanesvitanum. Danska þingið veitti fjárstyrk til þessara vitabygginga og sumarið 1897 var danska vitaskipið C.E Grove sent til íslands nteð vitatæki í þessa þrjá vita og tæknimenn til að setja þau upp, en danskur húsasmíða- meistari, Fredrik Anton Bald að nafni, byggði vilana. Hann var hér vel þekktur í þá tíð og hafði átt hlut að ýmsum stórum byggingum þeirra tíma, þar á meðal var hann yfirsmiður við byggingu Alþingis- hússins. Talsverðar breytingar urðu með tilkomu vilanna þriggja árið 1897. Reykjanesvitinn og vörðuvitarnir höfðu allir sýnt föst ljós svokölluð, þ.e. ljós sem loguðu stöðugt allan þann tíma sem kveikt var á vitanum, en nú varð Reykja- nesvitinn leifturviti sem sýndi 12 leiftur á mínútu. Önnur nýbreylni var að Gróttu- viti og Reykjavíkurviti voru báðir ljós- geiravitar nteð rauðum, hvítum og græn- um ljósgeirum, en slíkir vitar höfðu ekki þekkst á íslandi fram til þessa. Umhirða vitanna varð flóknari en verið hafði með- an aðeins voru notuð einföld ljósker, rneðal annars þurfti að fylgjast nteð því að litageirarnir væru réttir. Nauðsynlegt var því að vitaeftirlitsmaðurinn kynni eitthvað fyrir sér í vitafræðum og varð að ráði að fá Markús E Bjarnason skólastjóra Stýri- mannaskólans í Reykjavík til að sjá um eftirlil með vitunum og panta frá Dan- mörku það sem til þeirra þurfti ár hvert. HEIMASTJÓRN OG UNGUR DANSKUR VERKFRÆÐIN GUR Eftir að vitarnir við Faxaflóa voru komnir upp fóru að berast lil stjórnvalda áskoranir víðs vegar af landinu um að þar yrðu settir upp vitar til leiðbeiningar sjó- farendutn. En hér á landi var enginn sem hafði kunnáttu til að setja upp vita og fé til þess var af skornunt skammti þannig að lítð var um framkvæmdir. Þó voru sett- ir upp smávitar í Elliðaey á Breiðafirði og á Arnarnesi við ísafjarðardjúp árið 1902, sá síðarnefndi með dyggurn stuðningi Hannesar Hafstein sem þá var sýslumaður á ísafirði og þingntaður Norður-ísafjarðar- sýslu. Hannes varð fyrsti innlendi ráðherra ís- lendinga þegar heimastjórn var tekin upp árið 1904. Árið eftir þann viðburð í sögu þjóðarinnar barst hingað álit fjögurra manna nefndar sem danska flotamála- ráðuneytið hafði skipað til að gera tillögur um vitamál á íslandi og sama ár bar Hannes Hafstein fram fjárlagafrumvarp sem gerði ráð fyrir byggingu vita í Vest- mannaeyjum. Frumvarpið var samþykkt og Stórhöfðavili byggður árið 1906. Hannes Hafstein kynnti sér skýrsluna um þörf fyrir vita á íslandi og var áhuga- samur urn að láta byggja sem flesta vita en enn sent fyrr var það til tnikilla trafala að alla tækniþekkingu varð að sækja til Dan- merkur. Á þessu varð breyting þegar Hannes réð ungan danskan verkfræðing til starfa árið 1906. Sá hét Thorvald Har- aldsen Krabbe og átti íslenska móður en var alinn upp í Danmörku og menntaður þar og var nýlega korninn frá prófborði er Hannes réð hann. Þótt vitað sé að Hannes Hafstein væri áhugamaður um að efla ör- yggi sjóntanna og þar með að byggja vita er ekkert sem bendir til þess að hann hafi hafl vitamál sérstaklega í huga þegar hann réð Krabbe til starfa, þvert á nróti virðist Sjömannablaðið Víkingur - 29
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.