Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2002, Blaðsíða 40

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2002, Blaðsíða 40
Friðrik Jóhannsson stjórnarformaður ÚA Framtíðarsýn - sjávarút- vegur árið 2020 Nú eru um 18 ár frá því að kvótakerfið var tekið upp á íslandi og þegar horft er til baka virðist það stuttur tími. Umræð- an um greinina hefur að mestu snúist um núið, það hvernig haga eigi fisk- veiðistjórnun og hverjir séu gallar og kostir núver- andi kerfis. Mig langar þess vegna til að snúa tal- inu að framtíðinni og velta því upp hvernig sjávarútvegsgreinin getur litið út eftir önnur 18 ár, eða árið 2020 og hvernig við viljum sjá hana þá. Fiskveiðistjórnarkerfið hefur að mörgu leyti reynst vel og ég sé fyrir mér að það verði lítt breytt, afiaheimildum verði í grundvallaratriðum skipt upp i tvær deildir eins og nú er, fyrir smábáta ann- ars vegar og stærri skip hins vegar. Pök heyri sögunni til enda talin með öllu ó- þörf þar sem markaðurinn og hag- kvæmnissjónarmið ráða ferðinni. Gjald- taka verði svipuð og í dag eða engin enda ekki talið þjóna neinum hagsmun- um að skattleggja sérstaklega þá at- vinnugrein sem mestu skiptir fyrir dreifðar byggðir landsins. Ég sé fyrir mér að á árinu 2020 ráði þrjú til fjögur stór sjávarútvegsfyrirtæki yfir um helmingi afiaheimilda, fyrirtæki í mjög dreifðri eign og skráð á verð- bréfaþingi. Einnig verða minni fyrirtæki, flest í þrengri eignaraðild, að uppistöðu til í eigu fjölskyldna, en injög breytileg að stærð. Góð blanda stórra og lítilla fyrirtækja tryggir fjölbreytt samfélag. Stóru fyrirtækin og þau litlu verða rnjög ólík að allri gerð. Litlu fyrirtækin verða sérhæfðari og aðal- lega í útgerð sem byggist á starfsemi innanlands og í íslenskri landhelgi. Stóru fyrirtækin verða með mjög fjölbreyttan rekstur á mörgum stöðum á landinu og einnig er- lendis. Innan við helm- ingur tekna þeirra kemur af veiðum í íslenskri lög- sögu og hefðbundinni vinnslu, en meira en helmingur af er- lendri starfsemi, fiskeldi, sjávarliftækni, markaðssetningu og sölustarfi. Þau muni hugsanlega ná yfir alla virðiskeðjuna. Fyrirtækin verði fjárhagslega öfiug enda hafi þau greiðan aðgang að lánsfjár- magni og áhættufjármagni. Þau verði eftirsótlur vinnustaður ófaglærðra jafnt sem langskólagenginna og skipuð úr- valsstarfsfólki í öllum stöðum til sjós og lands. Starfsemi þeirra styður umtalsvert fleiri hálaunastörf en þau gera í dag, bæði rannsóknarstörf og markaðsstörf sem einkum koma til vegna sjávarlíf- tækni og starfsemi sem ekki er til staðar í dag. Þessi stóru fyrirtæki verða því í senn burðarásar og frumkvöðlar og mik- ilvægi þeirra verður umtalsvert meira en í dag, ekki síst i smærri byggðalögum. Árið 2020 munu fyrirtækin fullnýta afiann sinn, aðallega með því að koma með hann að landi og nýta hann í mis- munandi framleiðslu, t.d. með aðferðum liftækni. Markntið um fullnýtingu næst ekki vegna boða og banna, heldur vegna þess að fyrirtækjunum ntun takast að nýta tækni til að framleiða afurðir úr öllu sjávarfangi og finna markaði fyrir þær. Þeim mun einnig smám saman takast að afla viðbótarmarkaða fyrir af- urðir eins og t.d. þurrkaðar afurðir sem eru mikilvæg búbót í dag, en geta skilað meiru ef vel er á málum haldið. Arð- semissjónarmið munu ráða ferðinni að þessu leyti lil og uppfylla markmið um fullnýtingu sjávarfangs. Stóru sjávarútvegsfyrirtækin annast í meira mæli sölumál en þau gera í dag og jafnvel er hugsanlegt að fisksölufyrirtæki renni saman við sjávarútvegsfyrirtæki. Það yrði þá i raun svipað fyrirkomulag og er nú sums staðar erlendis. Einnig má hugsa sér að stóru fisksölufyrirtækin tvö renni saman, en í öllu falli verða við hlið þeirra minni sölufyrirtæki líkt og í dag. Ég tel að varla verði hjá því komist að erlendir fjárfestar komi inn sem hluthaf- ar í sjávarútvegsfyrirtækjum hér á landi á næstu árum. Það verður ásættanlegra þegar fyrirtækin verði orðin stærri og þegar búið er að viðurkenna að greinin borgi visst veiðileyfagjald og að auðlind- in sé þar með sameign þjóðarinnar. Stærri fyrirtæki verða auk þess með dreifða eignaraðild og rekstur hér á landi og erlendis og því verður ekki eins við- kvæmt að erlendir fjárfestar komi inn í þau. Hægt er að hugsa sér þetla með ýmsum hætti t.d. að erlendir fjárfestar sem hafa arðsemi að leiðarljósi eigi hlut í stærstu fyrirtækjunum en ég er ekki viss urn að óttast þurfi fjárfestingu út- lendinga útfrá atvinnusjónarmiðum ein- göngu ef atvinnugreinin verður vel rekin því að þá verður fjárfesting á hvert starf of rnikil til að vera verjanleg. Hér er þó unt viðkvæm mál að ræða vegna mikilla styrkja til sjávarútvegs í Evrópusam- Eimskipafélag íslands hefur keypt Útgerðarfélag Akureyringa hf. og Skagstrending hf. gegnum dótturfyrirtæki sitt, Burðarás. Þar með hefur Eimskip ákveðið að bæta við nýrri einingu í rekstri félagsins þar sem eru sjávarútvegsfyrirtæki. Ljóst er að með þessu hefur Eimskip haslað sér völl meðal stærstu útgerðarfyrirtækja landsins. í ljósi þess er fróðlegt að sjá hvaða augum fyrirtækið lítur á framtíð sjávarútvegsins. Síðast liðið vor flutti Friðrik Jóhannsson, framkvæmdastjóri Burðaráss og stjórnar- formaður ÚA, erindi á fundi Verslunarráðs á Akureyri þar sem hann ræddi framtíð- arsýn í sjávarútvegi. Erindið fer hér á eftir og er birl með leyfi höfundar. Friðrik Jóhannsson 40 - Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.