Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2002, Side 71
Víkurprjón ehf.
Víkurprjón var stofnað árið 1980 og er því
eitt af allra elstu pijónafyrirtækjum á ís-
landi. Fyrstu tólf starfsárin voru eingðngu
framleiddir sokkar en síðan bættist við fram-
leiðsla á allskonar vörutn úr íslenskri ull, þar
með talið íslensku ullarnærfötin, sem allir
útivistannenn þekkja sem það besta sem völ
er á við verstu aðstæður. Það er mjög ánægju-
legt að finna hvað margir eru að snúa til baka
frá fleecefatnaðinum að ullinni enda stenst
fleecið engan samanburð við ullina þegar um
mikinn kulda og bleytu er að ræða.
Fyrir þá sem ekki þola íslensku ullina næst
sér, hefur Víkurprjón ehf., urn nokkurt skeið
framleitt hlý og mjúk nærföt úr blöndu af
lambsull og angóraull.
í seinni tíð hefur verið aukin áhersla á
framleiðslu á þykkum sokkum fyrir alls kon-
ar útiveru.
Par er fyrst að telja gamla klassiska ullar-
sokkinn úr íslenskri ull sem alltaf á sér stóran
notendahóp, sem þó hefur farið minnkandi
við tilkomu útivistarsokka með ullarfrotte að
innanverðu. í þeirri línu framleiðir Víkur-
prjón aðallega fjórar tegundir, Grettir“ fyrir
alla algenga notkun,Göngu-Flrólf“ sem er
hnéhár sokkur með sérstöku belti sem
spennist utan urn fótinn ofan við kálfann og
kemur í veg fyrir að sokkurinn renni niður.
Pessi sokkur er allur tvöfaldur, mjög sterk-
ur og gerður fyrir mikinn kulda.
Einnig er ástæða til að nefna hina ótrúlega
vinsælu sokka úr angöraull, sem Víkurprjón
hefur framleitt um árabil og er nú orðin ein
af útflutningsvörum f>TÍrtækisins.
Þá er nýlega hafin franrleiðsla á útivistar-
sokkum úr tveimur gerðum af sérstökum
gerviefnum, „Coolmax" og „Thermolite“.
Þessi efni eru notuð samkvæmt sérstöku leyfi
frá framleiðanda efnisins sem er Du Pont.
Víkurprjón ehf., stendur við hliðina á Vík-
urskála í Vik, þar sem flestallir sem um veg-
inn fara staldra við. Par er ferðamannaversl-
un sern er opin alla virka daga og yfir sumar-
mánuðina er opnunartíminn frá 9 -22 alla
daga vikunnar.
Víkurprjón rekur einnig ferðamannaversl-
unina „Vík-wool“ í Hafnarstræti 3 í Reykja-
vík. Þar eru að sjálfsögðu seldar allar fram-
leiðsluvörur fyrirtækisins.
Pær má svo einnig skoða og kaupa á net-
verslunni www.vikurprjon.is
t
Hafnarstrœti 3, verslun Víkurprjóns í
Reyltjavík.
Sjómannablaðið Víkingur - 71