Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2002, Side 72

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2002, Side 72
Þjónustusíður Viking björgunarvörur í Hafnarfirði Glæsileg aðstaða til sölu og þjónustu Séð yfir liluta af húsakynnum Viking björgunatyara í Hafnarfirði. Það er hátt til lofts og vítt til veggja í höfuðstöðvum Viking björgunarvara að Hvaleyrarbraut 27 í Hafnarfirði. Sú aðs- taða var tekin í notkun í byrjun júní þegar nýtt dótturfyrirtæki VIKING GROUP hóf starfsemi eftir kaup á Gúmmíbátaþjónustunni í Reykjavík. Þegar Sjómannablaðið Víkingur kynnti sér aðstæður á nýja staðnum kom í ljós að þar hefur í hvítvetna verið vel að verki staðið. Auk sölustarfsemi er þama skoðu- narmiðstöð gúmmíbáta og björgunarbú- naðar og sérstaklega auðvelt að komast þarna að því ekið er alveg upp að dyrum á efri hæð hússins þar sem Viking er. Þetta flýtir mjög fyrir og auðveldar flutning til og frá, en Viking er jafnframt dreifin- garaðili fyrir allar þjónustustöðvar á land- inu sem þjónusta framleiðslu Viking. Nú annast Viking björgunarbúnaður ehf sölu og þjónustu búnaðar milliliðalaust. íslenskir sjómenn þekkja vel til Viking björgunarbátanna sem hafa bjargað ófáum mannslífum. Hér er um þrautreyn- da framleiðslu að ræða sem byggð er á áratuga reynslu, en móðurfyrirtækið var stofnað í Esbjerg í Damörku árið 1960. I upphafi voru starfsmenn aðeins átta. Höfuðslöðvarnar eru enn í Esbjerg en starfsemi VIKING GROUP nær út um allan heim og í dreifikerfinu eru um 300 viðurkenndar VIKING skoðunarstöðvar og fjölmörg dótturfyrirtæki í Evrópu, Asíu og Vesturheimi. „Sólin sest aldrei yfir VIKING,“ segja þeir í höfuðstöðvunum í Esbjerg. Framkvæmdastjóri Viking björgunar- vara á íslandi er Einar Haraldsson. Hann segir að höfuðáherslan sé lögð á góða og örugga þjónustu sem viðskiptavinir geti treyst i hvívetna. Enda er það svo þegar björgunarbúnaður er annars vegar að það verður ávallt að vera hægt að treysta á að hann virki eins og lil er ætlast. Á þvf getur oitið líf fjölda manna þegar slys eða óhöpp verða. Unnið við aðyfirfara björgunarbúning. Einar Haraldsson framkvœmdastjóri fyrirtœkisins 72 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.