Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2002, Page 76

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2002, Page 76
Þjónustusíður VAKI-DNG Lína og net inn um sömulúguna Vaki-DNG hefur undanfarin ár selt lúgur í nokkra linubáta hér við land. Lúgurnar eru hannaðar af Vaka-DNG en smíðaðar af Héðinn smiðju. Línuútgerð- irnar Porbjörn-Fiskanes hf og Vísir hf hafa verið í fararbroddi að innleiða þessa nýjung í báta sína. Lúgan veitir mikið ör- yggi fyrir áhöfn skipsins, en henni er hægt að loka sjálfvirkt frá stýrishúsi á innan við 15 sek. Lúgan veitir einnig mikið skjól fyrir lúgukarlinn sem stend- ur við lúguna og goggar fiskinn. Línurúllan eða goggarinn eins og hann er oftast kallaður er innbyggður í lúguna og kemur sjálfkrafa í dráttarstöðu þegar lúgan er fullopin. Snemma á þessu ári var gengið frá samningum við norska skipasmíðastöð Larsnes Mek. Verksted A/S um sölu á Iúgu í nýjasta norska línuveiðarann sem verður afhentur rétt fyrir jól og ber nafn- ið Vonar. Þessi lúga er öllu stærri en lúg- urnar sem hafa verið smíðaðar fyrir ís- lensku útgerðirnar hingað til, enda bát- urinn um 50 metra langur og er fyrirhug- að að draga bæði línu og net innum einu og sömu lúguna. Lúgan er þess vegna sérstaklega styrkt til þess að þola átökin við netaveiðarnar en þau er mun meiri en við hefðbundnar línuveiðar. Þetta verður í fyrsta sinn svo vitað sé að netin eru dregin inn um netarúllu sem ekki er vinkilrétt á síðu bátsins. Vaki-DNG tekur þátt í íslensku Sjávarútvegssýningunni sem haldinn verður í Smáranum í Kópavogi dagana 4.-7. sept. næstkomandi. Meðal nýjunga sem kynntar verða á sýningunni er raf- knúið línuspil sem ætlað er fyrir stærri línuskip. Kosturinn við það að hafa raf- knúið línuspil er fyrst og fremst mýkri dráttur á línunni og þar af leiðandi minni líkur á þvi að fiskur slitni af og að línan slitni ef sjólag er slæmt. Mun ein- faldara og ódýrara er að leggja rafmagns- kapla í stað vökvalagna sem gerir þetta spil fýsilegra en spil knúin með vökva. Spilinu er stjórnað með LineTec stjórn- búnaði frá Vaka- DNG sem mun stjórna hraða og átaki á línuna. Spilið verður selt í einum pakka með LineTec kerfinu. Miklar vonir eru bundn- ar við þetta nýja spil og er hér um að ræða algera byltingu í línuveiðum. Mun meiri nákvæmni er í stýringu á átaki og hraða heldur en er hægt að ná með hefð- bundnum línuspilum sem knúin er af vökvamótorum. Það er þess vegna hægt að láta LineTec búnaðinn sjá um að stjórna hraðanum og átakinu þannig að raunverulegur dráttarhraði línunnar verður sá sami óháð öllum öðrurn breyt- um. Samhliða þessum breytingum verður einnig verður kynnt nýtt og endurbætt LineTec forrit. Nýja forritið verður með nýju viðmóti i stað þess eldra sem hefur verið frá upphafi LineTec forritsins. Beituvakinn hefur einnig fengið nýtt við- mót ásamt því að nú er hægt að stýra hraða línunnar út þegar lagt er. Þetta nýja forrit er nú þegar um borð í Guðna Olafsson VE og hefur reynst vel. Á sýningunni verður einnig kynnt- ur djúpsjávarrafall sem ætlaður er til að framleiða rafmagn fyrir neðansjávar- skynjara s.s. höfuðlínustykki, aflanema, hleranema og fleira. Þessi búnaður hefur rnarga kosti í för með sér, ávallt er full spenna á neðansjávartækjunum þannig að þau nýtast skipstjórnarmönnum að fullu á meðan trollið er í sjó. Með djúp- sjávarrafalnum verður nýting betri og þar með meiri afköst vegna minni frátafa vegna umskifta eða hleðslu á raflilöðum. 76 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.