Náttúrufræðingurinn - 1964, Page 5
Nátlúrufr. — 33. árgangur — 3.-4. hefti — 97.—264. sida — lieýkjavik, jan. 1964
Eyþór Einarsson:
Grasafræðingurinn Stefán Stefánsson
Stefán Stefánsson, skólameistari, eins og hann var jafnan nefndnr
í daglegu tali eftir að hann varð skólameistari Gagnfræðaskólans
á Akureyri, sem síðar varð Menntaskóli, var óvenju fjölhæfur mað-
ur. Hann var um langan aldur einn af fremstu forvígismönnum
þjóðarinnar í flestum þeim málum, sem horfa til þjóðþrifa og
almenningsheilla, skrifaði einn af samkennurum hans á Akureyri
um hann látinn. Hann var með afbrigðum góður kennari, gæddur
þeim hæfiieika að geta gert námið aðlaðandi og skemmtilegt. Hon-
um fórst skólastjórn sérlega vel úr hendi, því hann var mikill, víð-
sýnn og frjálslyndur stjórnandi. Hann átti vafalaust sinn þátt í
því að bjarga Möðruvallaskóla frá að sitja uppi nemendalaus og
vera lagður niður, og eitt af síðustu og mestu áhugamálum hans
var, að komið yrði upp fullkomnum menntaskóla á Norðurlandi.
Hann var um margt brautryðjandi í skólamálum og var einn aðal-
hvatamaður þess, að háð var hið fyrsta kennaraþing og stofnað
kennarafélag hér á landi. Hann lét stjórnmál mjög til sín taka,
átti sæti á Alþingi um árabil og sópaði þar að honum, enda var
hann mæta vel máli farinn. Á Alþingi flutti hann m. a. tillögu
til þingsályktunar um byggingu handa söfnum landsins árið 1901.
Hann var mikill búhöldur, bjó stórbúi meðan hann var á Möðru-
völlum og gerðist þar í sveit frumkvöðull ýmsra framfara í bún-
aðarmálum. Hann sá af framsýni sinni, að varanlegar framfarir í
landbúnaði hljóta ávallt að byggjast á niðurstöðum vísindalegra
tilrauna, og í þeim anda stofnaði hann, ásamt fleirum, Ræktunar-
félag Norðurlands. Hann hafði mikil og margháttuð afskipti af
sveitar- og héraðsmálum, var sannkallaður héraðshöfðingi. Samt
sem áður mun brautryðjandastarf hans á sviði íslenzkrar grasa-
fræði og grasafræðirannsókna án efa lengst allra starfa hans halda
nafni hans á lofti. Með þeim rannsóknum og uppskeru þeirra,