Náttúrufræðingurinn - 1964, Qupperneq 7
NÁTTÚ RUFRÆI)INGURINN
99
að leggja stund á grasafræði að loknu stúdentsprófi. Sumarið áður,
1883, hafði hann farið með Þorvaldi Thoroddsen um Reykjaness-
skaga „til þess að kynna sér náttúru landsins og læra af ferðalag-
inu“, eins og Þorvaldur segir í Ferðabók sinni. Styður það einnig
þann grun, að Stefán hafi þá verið ákveðinn að stnnda háskólanám
í náttúrufræði eftir stúdentspróf.
Sumarið 1884 sigldi Stefán til Hafnar og hóf nám í náttúrufræði
við Hafnarháskóla með grasafræði sem sérgrein. Hann var svo
lieppinn að fá sem aðalkennara Eug. Warming, prófessor, sem
síðar varð heimskunnur meðal grasafræðinga, en um Warming
hefur verið sagt, að honum hafi verið einstaklega lagið að vekja
áhuga nemenda sinna á sjálfstæðum rannsóknum. Stefán hreifst
mjög af Warming og dáði hann æ síðan, enda helgar hann Warm-
ing Flóru íslands með djúpri virðingu og einlægu þakklæti. Eins
og kunnugt er, hætti Stefán námi í miðjum klíðum og hélt heim
til íslands, þegar honum var boðin kennarastaða við Möðruvalla-
skóla árið 1887.
Á Hafnarárum Stefáns var stofnað meðal íslendinga þar „ís-
lenzkt náttúrufræðisfjelag", og var aðaltilgangur félagsins „að koma
upp sem fullkomnustu náttúrugripasafni á íslandi, er sje eign þess
og geymt í Reykjavík“. Hugmyndina að stofnun þessa félags átti
Björn Bjarnarson, lögfræðingur, sem þá var umboðsmaður hjá
fógeta í Höfn, en varð síðar sýslumaður í Dalasýslu. Hann færði
hugmyndina í tal við Stefán Stefánsson, sem þótti í fyrstu mikið
í fang færst, en eftir að hafa rætt málið nánar tóku þeir saman
höndum um að hrinda því í framkvæmd. Þeir töluðu um þetta
við fleiri og 24. apríl 1887 ritaði Stefán bréf, sem var látið ganga
til undirskrifta meðal íslendinga í Höfn, þar sem skýrt var frá
hugmyndinni og nauðsyn þess að framkvæma hana hið fyrsta. Undir
bréfið skrifuðu 42 manns. 7. maí var svo haldinn fundur til þess
að ræða um fyrirkomulag og stofnun félagsins. Þar var Stefán frum-
mælandi, en Björn Bjarnarson fundarstjóri. Fundurinn samþykkti
í einu hljóði eftir nokkrar umræður að stofna félagið þegar í stað
og kaus síðan stjórn, þar sem þeir áttu báðir sæti Björn og Stefán,
ásamt Móritz H. Friðrikssyni, Ólafi Davíðssyni og Bertel Þorleifs-
syni. Viku seinna boðaði stjórnin til fundar og lagði fram laga-
frumvarp og var Stefán þar enn sem fyrr framsögumaður. Það
frumvarp var samþykkt eftir smábreytingar.