Náttúrufræðingurinn - 1964, Síða 9
NÁTTÚRUFRÆÐ I NGURIN N
101
Stefán Stefánsson var þannig aðalhvatamaðurinn að stofnun Hins
íslenzka náttúrufræðifélags, og þá einnig Náttúrugripasafnsins, en
það var í eigu félagsins til 1947, eins og kunnugt er. Að öðrum
ólöstuðum er hann því réttnefndur faðir félagsins og safnsins.
Þegar Stefán hóf rannsóknir sínar á grasaríki íslands fyrir alvöru
árið 1888 höfðu Islendingar lítt sinnt grasafræðirannsóknum síð-
ustu áratugina. Með rannsóknum sínum og Ferðabók höfðu Eggert
Ólafsson, sem Stel'án kallar frumhöfund íslenzkrar grasafræði á
einum stað í ritum sínum, og Bjarni Pálsson lagt fyrstu undirstöð-
ur slíkra rannsókna, eins og kunnugt er. Sveinn Pálsson og ýmsir
fleiri, aðallega erlendir menn, bættu nokkru þar við á síðari hluta
18. aldarinnar.
Á 19. öldinni urðu nokkrir erlendir grasafræðingar til að heirn-
sækja ísland, ferðast hér um til rannsókna og skrifa um rannsóknir
sínar, sem aðallega voru flóristískar, en merkastar þeirra voru rann-
sóknir Bretanna W. J. Hookers og C. C. Babingtons og Danans Chr.
Grpnlunds. Þekking hinna erlendu grasafræðinga á flóru landsins
var reyndar takmörkuð og bundin við þá landshluta eða héruð,
sem þeir höfðu ferðazt um, heildaryfirsýn vantaði, sem von var.
Grpnlund skrilaði íslenzka flóru, sem kom út árið 1881, og var
hún um tíma bezti leiðarvísir þeirra, sem vildu kynnast íslenzkum
plöntum. Þar sem hún var skrifuð á dönsku, kom hún þó þorra
íslendinga að litlu gagni. I henni eru heldur engir greiningar-
lyklar og sumar tegundalýsingar koma ekki sem allra bezt heim
við íslenzk eintök þeirra tegunda. Því senr þar er sagt um út-
breiðslu tegundanna er í mörgu áfátt, enda voru þá heilir lands-
hlutar svo til órannsakaðir og allmargar tegundir enn ófundnar;
emi aðrar tegundr eru taldar íslenzkar, þó þær hafi aldrei fundizt
hér með vissu.
Svo til eina framlag Islendinga til grasafræðinnar þá þrjá fjórð-
unga, sem liðnir voru af 19. öldinni, var íslenzk Grasafræði Odds
Hjaltalíns, læknis, sem út kom 1830. Hún var þó ekki nema að
mjög litlu leyti byggð á eigin rannsóknum höfundar, heldur „sam-
anlesin og útlögð úr ýmsum skrifum urtaþekkjara", aðallega danskri
grasafræði eftir W. J. Hornemann. Flestar plöntulýsingarnar voru
því gerðar eltir útlendum eintökum og blómgunartími tegundanna
tilgreindur eins og hann gerðist í Danmörku. Allmargar tegundir
voru nefndar og taldar íslenzkar, þó þær hafi áreiðanlega aldrei