Náttúrufræðingurinn - 1964, Page 21
NÁTTÚ RU F RÆÐINGURINN
113
Áskell Löve:
Sverðmosinn
Eitt fjalla Reykjanesskagans nefnist Sveifluháls. í kvosinni sunn-
an við hann liggur Kleifarvatn og skolaði áður klettastallana með
bárum sínum. Áður en vegur var lagður við vatnið hálsmegin fyrir
aldarfjórðungi, lágu stígar í hlíðum fjallsins sunnanverðum allhátt
ofan vatnsins og voru oft illfærir gangandi fólki vegna lausamalar
og veðrunar móbergsins. Samt fóru ferðalangar alloft um hlíðina
og margar helgar hef ég klifrað þar um með bakpoka og svefnpoka
á leið til tjaldstaðar, án þess að liafa hugmynd um, hve merkilegar
jurtir ég tróð undir fótum.
Það var sennilega meira um mannaferðir ofan við Kleifarvatn
fyrr á öldum, því að byggð var þá í Krýsuvík og gnægð fiskjar í
sjónum sunnan við ströndina. Flestir fóru þó sennilega „undir
hlíðum“ norðan við hálsinn, enda má enn sjá djúpar hestagötur,
þar sem hraunið hefur slitnað undan tíu alda göngu vinarins.
Sumarið 1820 fóru tveir Danir um Sveifluháls, en þeir klifruðu
heldur stígana yfir Kleifarvatni en að fara undir hlíðum, því að
þá langaði til að sjá sem flest á íslandi Jretta sumar og ætluðu líka
að safna jurtum og skoða hverina. Sá rosknari þeirra var Frederik
Christian Raben lénsgreifi frá Kristjánshólma á Lálandi, maður
um fimmtugt, en hinn var Axel Mörch, 23 ára gamall lögfræðing-
ur, sem hafði lagt stund á grasafræðinám að afloknu lögfræðinámi
og hlotið gullpening háskólans fyrir ritgerð um lifrarmosa Jiá um
vorið. Raben greifi virðist ekki hafa salnað jurturn á íslandi, eða
kannski hefur safn hans farið forgörðum, en Mörch safnaði miklu
af mosurn. Það safn var löngum hið eina mosasafn íslenzkt, sem til
var erlendis. Þegar Mörch kom til baka til Danmerkur um haustið,
gerðist hann embættismaður í kanselíinu, varð 15 árurn síðar borg-
arstjóri í Álaborg og síðan borgarritari í Svendborg, en það er
önnur saga. Mosar voru Jró unun hans ævina alla.
Þeir lélagar fóru suður Sveifluháls á náttlausum góðviðrisdegi