Náttúrufræðingurinn - 1964, Qupperneq 22
NÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN
114
um mitt sumar, og virðast liafa farið sér í engu óðslega. Þegar kom
þar á hálsinn, sem láglendi tekur að myndast sunnan við kletta-
beltið, safnaði Mörch mosa, sem hann hafði aldrei fyrr augum
litið og óx í skugga undir klettum eða á steinum allt frá klett-
unum við ströndina í um 150 metra hæð og upp undir fjallabrúnir.
Hálsinn er gróðurlítill, og jafnvel fátækur að mosum, en Mörch
virðist hafa orðið svo hrifinn af þessari óþekktu jurt, að hann safn-
aði meiru af henni en öðrum mosum þennan eina sumardag á
Sveifluhálsi. Síðar um sumarið fann hann mosann aftur á Þingvöll-
um. Hann gat þess löngu sx'ðar í bréfi til Grönlunds (1873), að
hann hafi fundið mosann í dinnnu og þröngu gili nálægt Þing-
völhxm, við lítinn foss, þar sem mosinn þakti klettana, sem vatn
skvettist á. Ég veit ekki hvar þetta hefur verið, en mosinn vex við
Þingvelli að minnsta kosti á móberginu við Bolabás og undir
Skjaldbreið og Hrafnabjörgum og eflaust víðar.
Það leikur enginn efi á, að Mörch skildi, að þessi mosi var merki-
legur fundur, en honum varð eflaust aldiei ljóst, hve merkilegur
fundurinn var í raun og veru, né heldur að þetta rnyndi vera merk-
asti fundur hans fyrr og síðar. Þegar hann tók við embætti í kanselí-
inu um haustið, hafði hann eflaust ekki tíma til að sinna íslenzku
mosunum, sem hann gaf Grasasafninu í Höfn. En vegna þess að
hann langaði til að vita nöfn þeirra, sendi hann hluta af saíninu
til erlendra sérfræðinga, þar á meðal eitthvað af mosanum undar-
lega frá Sveifluhálsi. Einn þessara sérfræðinga var Dr. C. F. Horn-
schuch í Greifswald. Þegar Gliemann (1824) og eins Hornemann
(1837) og Vahl (1840) birtu lista sína yfir íslenzka mosa, voru þeir
aðallega byggðir á upplýsingum frá Hornschuch um mosana, sem
Axel Mörch hafði tekið með sér heim haustið 1820.
Ýms þeirra nafna, sem notuð voru um mosana frá Islandi, koma
okkur nokkuð kynlega fyrir sjónir, en ekkert þó fremur en Weis-
sia volcanica PB. Það var Hornschuch, sem hafði ákvarðað svo
mosann frá Sveifluhálsi. Það tegundarnafn hafði franskur grasa-
fræðingur gefið mosa frá eynni Burbon, er nú kallast Réunion, í
Indlandshafi; sú tegund er nú talin til ættkvíslarinnar Aongstroe-
mia og vex aðeins á þessari eyju og á Madagascar, í Suður-Ameríku
norðvestanverðri og Mið-Ameríku og eins á einstaka stað í Suður-
Afríku.
Hornschuch var sýnilega ekki viss um, að mosinn frá Sveiflu-