Náttúrufræðingurinn - 1964, Side 25
NÁTTÚRUFRÆÐINGUR I N N
117
]. mynd. Útbreiðsla sverðmosans á íslandi, samkvæmt Löve 8c Löve (1953);
deplar merkja staði, þar sem mosinn hefur fundizt, en hringir eru móbergs-
fjöll, þar sem hann virðist ekki vaxa. Depil vantar fyrir fund Eyþórs Einars-
sonar í Jökuldal á Skaftártunguafrétti.
Fig. 1. Tlie distribution area of the siuordmoss iti Iceland, from Löve ir Löve
{1953). Open rings mark palagonite mountains in which the species is un-
linown. A dot is lacking for a recent discovery, by Eythór Einarsson, in Jökul-
dalur in Skaftártunguafréttur, west of Vatnajökull.
sem ýtarlegastar athuganir á útbreiðslu hennar sem stendur og lesa
úr því sögu hennar sjálfrar og landanna, sem hún byggir. Sverð-
mosinn er svo lítill og viðkvæmur, að vart er hægt að búast við að
finna leifar hans í jarðlögum, og að auki vex hann á stöðum, þar
sem steingerving er erfið eða ósennileg. Aðrir mosar mynda ógrynni
af gróum, sem oft má finna leifar af eftir milljónir ára, en sverð-
mosinn myndar fá gró og svo sjaldan, að telja rná á fingrum sér
gróbær eintök, sem grasafræðingar hafa séð í þrjá aldarfjórðunga.
Útbreiðslan ein hlýtur því að vera lykillinn að sögu hans.
Að því er við bezt vitum, vex sverðmosinn allvíða á suðvestan-
verðu íslandi, en kernst austast í Evrópu á Hágöng í Suður-Þing-
eyjarsýslu á um 16° 39' vestlægrar lengdar. Náskyld tegund vex