Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1964, Side 26

Náttúrufræðingurinn - 1964, Side 26
118 NÁTTÚRUFRÆÐl NGURINN líka á Madeira á 17° vestlægrar lengdar. Hann vex svo á Norð- austur-Grænlandi, þar sem hann fer allt norður að Rjúpufjalli við Myrkafjörð nærri 77. breiddarstiginu. Á meginlandi Ameríku vex hann eingöngu sunnan við það svæði, sem ís jökultímans liuldi, og er nokkuð víða sunnan vatnanna miklu frá Ohio til Wisconsin allt suður til Alabama; að auki hefur hann fundizt á nokkrum stöðum í fjöllum Mexíkó allt suður að 20. breiddarstiginu. Hann hefur eitt sinn fundizt undir hlíðum Rainier-jökulsins í Washington-ríki á vesturströndinni, en er annars óþekktur á svæðinu þaðan norður að ströndum Alaska, þar sem ís jökultímans þakti ekki landið allt. Sverðmosi vex á eynni Attu í Aleuteyjaklasanum, og á austanverðu Kamtsjatka á einum stað, allvíða á Sjakalín og í Japan, og á nokkr- um stöðum á Amúrströnd Sovétríkjanna suður til Kóreu; fyrir nokkrum árum safnaði grasafræðingur nokkrum eintökum af hon- um í austustu héruðum Kína (2. mynd). Það eru ekki margar jurtir, sem vaxa á víðara svæði en sverð- mosinn, allt frá nyrztu og köldustu héruðum Grænlands til syðstu hitabeltisdala Mexíkó, frá Hágöngum á Islandi vestur um Ameríku til Kína; eða rúm 57 breiddarstig og 219 lengdarstig. Enn færri jurtir geta bæði búið við kulda heimskautsins og steikju hitabeltis- ins, og að auki þolað úthafsloftslag Suðvesturlands og meginlands- loftslag miðríkjanna amerísku. Samt verður ekki séð, að eintök frá Grænlandi og íslandi séu að neinu leyti frábrugðin þeim, sem vaxa í Wisconsin og Alaska. Skýringin á þessu er sennilega sú, að kyn- æxlun sverðmosans er og hefur alla tíð verið með afbrigðum sjald- gæf, svo að hann hefur sennilega aðallega dreifzt með því, að slitur af honum liafa fokið yfir land og fest rætur að nýju á heppilegum stöðum. Ástæðan fyrir því, að sverðmosinn myndar svo sjaldan gró, er fyrst og fremst sú, að hann er sérkynja og karl- og kvenjurtir vaxa sjaldan í námunda hvor við aðra. Á flestum stöðum virðist aðeins annað kynið vaxa á stórum svæðum, og á íslandi og í Græn- landi eru öll eintök, sem skoðuð hafa verið, eingöngu kvenkyns. Ameríski mosafræðingurinn Steere, sem athugaði útbreiðslu sveið- mosans árið 1937, komst að þeirri niðurstöðu, að í Ameríku yxi liann hvergi nema á stöðum, sem síðasta jökulskeið hefur ekki snert. Svipað gildir víðar, þótt bæði á íslandi og Grænlandi sé enginn efi á, að mosinn hafi dreifzt töluvert síðan seinasta jökulskeiðinu lauk. Það er þó greinilegt, að hann hefur lifað það jökulskeið af
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.