Náttúrufræðingurinn - 1964, Side 26
118
NÁTTÚRUFRÆÐl NGURINN
líka á Madeira á 17° vestlægrar lengdar. Hann vex svo á Norð-
austur-Grænlandi, þar sem hann fer allt norður að Rjúpufjalli við
Myrkafjörð nærri 77. breiddarstiginu. Á meginlandi Ameríku vex
hann eingöngu sunnan við það svæði, sem ís jökultímans liuldi, og
er nokkuð víða sunnan vatnanna miklu frá Ohio til Wisconsin allt
suður til Alabama; að auki hefur hann fundizt á nokkrum stöðum
í fjöllum Mexíkó allt suður að 20. breiddarstiginu. Hann hefur
eitt sinn fundizt undir hlíðum Rainier-jökulsins í Washington-ríki
á vesturströndinni, en er annars óþekktur á svæðinu þaðan norður
að ströndum Alaska, þar sem ís jökultímans þakti ekki landið allt.
Sverðmosi vex á eynni Attu í Aleuteyjaklasanum, og á austanverðu
Kamtsjatka á einum stað, allvíða á Sjakalín og í Japan, og á nokkr-
um stöðum á Amúrströnd Sovétríkjanna suður til Kóreu; fyrir
nokkrum árum safnaði grasafræðingur nokkrum eintökum af hon-
um í austustu héruðum Kína (2. mynd).
Það eru ekki margar jurtir, sem vaxa á víðara svæði en sverð-
mosinn, allt frá nyrztu og köldustu héruðum Grænlands til syðstu
hitabeltisdala Mexíkó, frá Hágöngum á Islandi vestur um Ameríku
til Kína; eða rúm 57 breiddarstig og 219 lengdarstig. Enn færri
jurtir geta bæði búið við kulda heimskautsins og steikju hitabeltis-
ins, og að auki þolað úthafsloftslag Suðvesturlands og meginlands-
loftslag miðríkjanna amerísku. Samt verður ekki séð, að eintök frá
Grænlandi og íslandi séu að neinu leyti frábrugðin þeim, sem vaxa
í Wisconsin og Alaska. Skýringin á þessu er sennilega sú, að kyn-
æxlun sverðmosans er og hefur alla tíð verið með afbrigðum sjald-
gæf, svo að hann hefur sennilega aðallega dreifzt með því, að slitur
af honum liafa fokið yfir land og fest rætur að nýju á heppilegum
stöðum. Ástæðan fyrir því, að sverðmosinn myndar svo sjaldan gró,
er fyrst og fremst sú, að hann er sérkynja og karl- og kvenjurtir
vaxa sjaldan í námunda hvor við aðra. Á flestum stöðum virðist
aðeins annað kynið vaxa á stórum svæðum, og á íslandi og í Græn-
landi eru öll eintök, sem skoðuð hafa verið, eingöngu kvenkyns.
Ameríski mosafræðingurinn Steere, sem athugaði útbreiðslu sveið-
mosans árið 1937, komst að þeirri niðurstöðu, að í Ameríku yxi
liann hvergi nema á stöðum, sem síðasta jökulskeið hefur ekki snert.
Svipað gildir víðar, þótt bæði á íslandi og Grænlandi sé enginn
efi á, að mosinn hafi dreifzt töluvert síðan seinasta jökulskeiðinu
lauk. Það er þó greinilegt, að hann hefur lifað það jökulskeið af