Náttúrufræðingurinn - 1964, Side 31
Björn Sigurbjörnsson:
íslenzki melurinn
Ecotypur (staðbrigði)
INNGANGUR.
Vorið 1957 voru hafnar allumfangsmiklar rannsóknir á melgrasi.
Megintilgangur þeirra var að kanna möguleika á því að kynbæta
grasið til að gera það hæfara til heftingar sandfoks. Virtist þá vera
um tvær tegundir að ræða, Elymus (Leymus) arenarius og E. mollis
(Löve, 1950, 1951; Löve og Löve, 1956), og var hluta rannsóknanna
beint að því að kanna útbreiðslu þessara tegunda á íslandi. Sam-
kvæmt þeim rannsóknum virðist Elymus mollis ekki (lengur) vaxa
á íslandi, heldur einungis E. arenarius (Sigurbjörnsson, 1960 a,
1960 b, 1961 og 1963).
Til undirbúnings kynbóta á melgrasi var talið nauðsynlegt að
rannsaka ýmsa eiginleika melplöntunnar, sérstaklega þá, sem ætla
mætti að væru gagnlegir við heftingu sandfoks. Fyrst og fremst
þurfti að rannsaka, hversu breytilegir hinir ýmsu eiginleikar villtra
plantna væru, og auk þess, að hve miklu leyti breytileikinn stafaði
af mismunandi umhverfi og að hve miklu leyti af mismunandi
erfðaeðli plantnanna, því að árangur úrvals og kynbóta yrði lítill,
ef misjafn þroski eiginleikanna væri að mestu háður misjöfnu um-
hverfi.
Bráðabirgðaathugun leiddi í ljós, að allmikill munur var á þró-
un ýmissa eiginleika melplöntunnar á mismunandi stöðum. Þannig
sýndu plöntur á Landeyjasandi í Þykkvabæ meiri þróun ýmissa
gagnlegra eiginleika en t. d. plöntur úr Meðallandi eða frá Hóls-
fjöllum og Mývatnsöræfum. Niðurstöður þessara rannsókna fram
að 1960 er að finna í doktorsritgerð frá Cornell háskóla (Sigur-
björnsson, 1960 a). Hér er fjallað um helztu niðurstöður þeirra
rannsókna og hluta af þeim rannsóknum, sem gerðar hafa verið
síðan. Hins vegar eru hér aðeins birtar til hlítar niðurstöður mæl-
inga á Jrrem eiginleikum: blaðbreidd, blaðlengd og fræþyngd, en
auk Jjess stuðzt við mælingar á öðrum eiginleikum.