Náttúrufræðingurinn - 1964, Qupperneq 32
124
NÁT T Ú RU F RÆ Ð 1 N G U R1 N N
YFIRLIT UM FYRRI RANNSÓKNIR.
Mjög fáar mælingar virðast hafa verið gerðar á melgrasi. Flestar
þeirra hafa verið gerðar vegna flokkunar á tegundinni til aðgrein-
ingar frá öðrum tegundum. Sæmundur Magnússon Hólm (1781 og
1782) segir hæð nrelgrass í Vestur-Skaftafellssýslu vera yfirleitt 76—
123 cm, en mest 152—224 cnr. Hann telur lengd axins vera 23 cm,
breiddd þess 13 mm. Blaðlengd telur liann vera mesta 81—91 cm
og blaðbreidd 13 mm að meðaltali.
í Flóru íslands er hæð axstangar talin vera 40 cm eða meira
(Stefánsson, 1901 og 1924), jafnvel allt að 80 cm (Stefánsson, 1948).
Áskell Löve (1945) taldi Jiæð melgrass 30—50 cm, axlengd 20 cm
og blaðbreidd 10 mm. í erlendum ritum er beztar upplýsingar að
finna hjá Tsitsin og Petrova (1952). Þau telja axlengd vera 22 (20
—28) cm í Rússlandi, en 21 (17—23) cm í Noregi. Þyngd fræja
töldu þau vera 18,8 (15,0—19,3) gr í Rússlandi, en 13,2 (10,0—14,8)
gr hver 1000 fræ í Noregi. Mælingar á mel í Englancli (Bond, 1940
og 1952) gáfu eftirfarandi niðurstöður: Hæð á axstöng 74—117
cm; axlengd 22 cm; blaðbreidd allt að 20 mm.
Elymus mollis í N-Ameríku hefur verið skipt niður í fjölmargar
deiltegundir og afbrigði vegna mismunar á ýmsum ytri einkenn-
um (St. john, 1915; Bowden, 1957). í Elymus glaucus hafa fundizt
ólíkir stofnar, senr haldast óblandaðir vegna ófrjósemi milli þeirra
(Snyder, 1950). Slík skipting hefur ekki fundizt í evrópsku
melgrasi (Elymiis arenarius), og ekki eru til lýsingar á sérstökum
ecotypum (staðbrigðum) eða stofnum í þeirri tegund. Tsitsin og
Petrova (1952) tóku þó eftir mismun á melgrasi í Rússlandi og
Noregi. Áskell Löve (1950) talaði um mismun á íslenzkum og
sænskum mel, og talcli, að um tvær tegundir væri að ræða, eins og
áður er minnzt á.
Nokkrir höfundar hafa tekið eftir mismunandi vexti melgrass á
ýmsum stöðum á íslandi. Þannig er talað um, að kjarninn í fræj-
um melgrass í Rangárvallasýslu sé þyngri en í Skaftafellssýslu (Olaf-
sen og Povelsen, 1772). Sveinn Pálsson (1945) dró í efa, að allt mel-
gras á íslandi væri af sömu gerð, því að hæfileiki plantnanna til
að þroska fræ væri svo misjafn. Hann tók líka eftir því, að mel-
drjóla (Claviceps purpurea) vantaði í melgras á Hólsfjöllum. Olav-
ius (1788) áleit melgras á Austurlandi vera aðra „tegund“ en mel-