Náttúrufræðingurinn - 1964, Qupperneq 33
NÁTT Ú RUFRÆÐINGURINN
125
gras annars staðar, en getur þess ekki, í hverju munurinn sé fólg-
inn.
Sæmundur Hólm (1781 og 1782) gerði greinarmun á fimm mis-
munandi stofnum af melgrasi í Meðallandi og lýsti mismunandi
eiginleikum þeirra. Sumir stofnarnir virtust hafa sérstök ytri ein-
kenni, en í öðrum tilfellum virðist þó aðeins liafa verið um ýmsa
sjúkdóma að ræða, svo sem þann, sem sveppurinn Ustilago hypo-
dytes (Schlect) Fries. veldur (Bond, 1940 og 1952).
Örugga vitneskju um sérstök staðbrigði innan melgrass á íslandi
er ekki að finna í ritum.
EFNI OG AÐFERÐIR.
Til rannsókna á hinum ýmsu eiginleikum melgrass voru valin
fimm svæði: í Rangárvallasýslu svæði hjá Gunnarsholti og sandur-
inn sunnan við Þykkvabæ; í V.-Skaftafellssýslu svæði hjá Leiðvelli í
Meðallandi og hjá Garði í Reynishverfi; í Þingeyjarsýslum svæðið
frá Mývatni að Grímsstöðum á Fjöllum.
Á hverju svæði voru valdar af handahófi 40 plöntur og gerðar
mælingar á eftirfarandi eiginleikum:
Blaðbreidd, blaðlengd, fræþyngd, hæð axstangar, breidd axstang-
ar, axlengd, axbreidd, fjölda axa, fjölda blóma/ax, fjölda fræja/ax,
frælengd, fræbreidd og hæð á melgíg, auk ýmissa mælinga vegna
tegundaákvörðunar. Allar þessar mælingar voru þó ekki gerðar í
öllum tilraununum, sem skýrt er frá að neðan. Auk mælinganna
voru einnig gefnar einkunnir fyrir þyngd plöntunnar, blaðmagn,
skrið og lit.
Teknar voru neðanjarðarrenglur af öllum plöntunum, nerna frá
Hólsfjöllum, og þeim plantað í tilraun að Gunnarsholti. Mælingar
á þessum plöntum voru fyrst gerðar 1958 og síðan árlega, nema
1962. Fræi af 35 plöntum frá hverju svæði, nema Reynishverfi,
var sáð vorið 1958 í tilraun með fimm endurtekningum að Gunn-
arsholti (samtals 7000 plöntur). Voru mælingar gerðar í þessari
tilraun síðsumars 1958 og 1959, en eftir það uxu plönturnar svo
þétt, að mælingum varð ekki við komið. Árið 1961 var sáð fræi
upprunnu frá öllum fimm svæðunum í tilraun með fjórum endur-
tekningum. Er sú tilraun staðsett rétt vestan við brúna yfir Jökulsá