Náttúrufræðingurinn - 1964, Blaðsíða 37
NÁTTÍIRUFRÆÐ I N G U R I N N
129
TAFLA III.
Ákvarðanir á fræþyngd (gr/1000 fræ) gerðar á árunum 1957—1960.
Meðaltöl úr öllum reitum í hverri tilraun.
Weight of caryopsis (gr/1000 caryopsis) determined in 1957—1960.
Means over allt plots in each experiment.
Tilraunir Experiments Upprunasvæði Area of origin
> >> fti A rQ Gunnars- holt — K> TJ 0) C S rfS Reynis- hverfi Hólsfjöll
Foreldráplöntur iu situ
Plants in situ 1957 20,2 12,2 13,0 12,3 11,7
Foreldrareitur að Gunnarsholti.
Transplants at Gunnarsholt. 1959 20,4 16,0 16,2 14,6 —
1960 25,0 16,0 21,0 19,5
umhverfi og aðstæðum í hinum ýmsu landshlutum, og það er því
ekki fyrr en við athugun niðurstaða úr mælingum í skipulögðum
tilraunum, sem liægt er að draga ályktanir um, að hve miklu leyti
þessi munur er fenginn að erfðum.
í töflu I sést, að munurinn milli blaðbreiddar plantna frá hin-
um ýmsu svæðurn helzt óbreyttur við aðstæður í Gunnarsholti, þar
sem allar plönturnar vaxa hlið við hlið í skipulagðri tilraun.
Þykkvabæjarplöntur hafa alltaf breiðust blöð, plöntur frá Meðal-
landi hafa næst breiðust blöð, þá plöntur frá Gunnarsholti og loks
frá Reynishverfi. Munurinn i öllum þessum tilraunum var raun-
hæfur, jafnvel í mælingunum in situ 1957, þar sem ekki var um
endurtekningar að ræða.
Mælingar á afkvæmum þessara plantna í skipulagðri tilraun
sýndu einnig, að breidd blaða fór eftir því, hvaðan færið var upp-
runnið, og röð svæðanna hélzt sú sama, þótt erfiðara sé að bera
saman Reynishverfi og Hólsfjöll, þar sem plöntnr frá þessum svæð-
um voru í sitt hvorri tilrauninni.
Niðurstöður af mælingum á blaðlengd, sem eingöngu voru gerð-