Náttúrufræðingurinn - 1964, Qupperneq 47
NÁTT Ú ÍUJ I'RÆÐ INGURINN
139
í fyrstunni ostkennd, hvít að lit, en breytist við þroskann og verð-
ur mélkennd, dökk að lit. Sé þetta mélkennda efni skoðað í smásjá
sést, að það samanstendur af löngum og mjóum þráðum, sem kall-
ast kapilluþræðir (kapillitium.) og svo gróunum, sem eru afar mörg.
Oft er neðsti hluti gleypunnar ófrjór og myndar eins konar stilk,
kallast það undirgleypa eða stafgleypa (subgleba).
Físisveppirnir skiptast í þrjár aðal ættkvíslir, sem aðgreina má
á eftirfarandi hátt:
Belgirnir kúlulaga, án undirgleypu. Kapilluþræðir með aðal-
stofni. Gróin með hala............................ Bovista.
Belgirnir oftast perlulaga, með undirgleypu. Kapilluþræðir
aðalstofnslausir. Gróin halalaus.
Opnast þannig, að allur efri hluti belgsins leysist
upp....................................... Calvalia.
Opnast með toppstæðu gati................. Lycoperdon.
Eldsveppur. Bovista Pers.
Belgsveppir með meira eða minna reglulegri kúlulögun og tvö-
faldri byrðu. Útbyrðan þykk, slétt, en oft mélug, hvít eða gráhvít,
leysist upp eða flosnar af við þroskann. Innbyrðan fremur þunn,
pappírskennd, brún eða grá, jafnvel svört, opnast með gati í topp-
inn. Gleypan einsgerð, undirgleypa engin. Kapilluþræðirnir með
greinilegum aðalstofni og mjórri greinum (2. mynd). Gróin kúlu-
laga eða aflöng, oft broddótt, jafnan með hala. Nokkrar eldsvepps-
tegundir losna af undirlaginu, er þær þroskast.
Eldsveppirnir eru auðþekktir frá hinum físisveppaættkvíslunum á
kúlulaginu, kapilluþráðunum og halagróunum. Ættkvíslin er nokk-
uð vel aðgreind, en þó eru til tegundir, sem eru millistig milli
hennar og Lycoperdon. Eru þær tegundir oft sameinaðar í sérstaka
ættkvísl, Bovistella.
Þrjár tegundir af /ioww/«-ættkvísl hafa með vissu fuudizt hér á
landi og má aðgreina þær þannig:
Belgirnir meira en 3 cm í þvermál. Oft á ræktarlandi.
Bovista nigrescens.
Belgirnir smærri. Á melum og móum.
Innbyrðan blýgrá................... Bovisla plumbea.
Innbyrðan brún..................... Bovista tomentosa.