Náttúrufræðingurinn - 1964, Qupperneq 48
140
NÁTTÚRU FRÆÐ I N G U RIN N
1. Kerlingareldur. Bovista nigrescens Pers.
Kúlulaga eða flatkúlulaga, stundum aflangur eða egglaga, 3—7
cm í þvermál. í fyrstu hvítur, fínmélugur eða fínlóhærður, jafn-
vel smávörtóttur. Við
þroskann hjaðnar út-
byrðan og Iiverfur að
lokum alveg, nema sem
fíngerð korn, sem eftir
verða hér og þar á inn-
byrðunni, einkurn neð-
antil. Innbyrðan all-
þykk, stíf, pappírskennd,
brún eða bronzbrún eða
nærri svört. Belgurinn
opnast með munna í
toppinn, sem víkkar með
1. mynd. Kerlingareldur (Bovista nigrescens). aldrinum og klolnai í
Tvö fullþroska eintök. Smækkað. Foto: H. Kr. flipa. Fullþroska gleypa
dökkbrún eða brún-
svört. Kapilluþræðirnir veggþykkir, rauðbrúnir með allt. að 25 mý
þykkum aðalstofni og mjórri greinum, sem enda í oddi. Gróin kúlu-
laga eða dálítið egglaga, vörtótt, gulbrún eða brún, 4—6 mý í þver-
mál, með oddmjóum 6—8 mý löngum hala.
Vex í ýmiss konar ræktarlandi, en einnig í móum og á melum,
hátt sem lágt. Algeng tegund um landið allt.
Eins og fram kemur í lýsingunni er kerlingareldurinn mjög
breytileg tegund og hefur lionum því verið skipt niður í fjölmörg
afbrigði, sem sumir kalla deilitegundir eða jafnvel sjálfstæðar teg-
undir. Mörk þessara svokölluðu tegunda eru þó í flestum tilfellum
mjög óglögg og erlitt að finna einkenni, sem hægt er að byggja
skiptinguna á. Gott dænii um þetta er tegundin Bovisla cretacea,
sem lýst er af Th. C. E. Fries frá Svíþjóð 1914. Telur Fries þessa
tegund hafa brún- eða bronzlitaða innbyrðu og ívið halalengri gró,
svo og að hún vaxi í breiðum. Ekki eru menn á eitt sáttir um til-
veru þessarar tegundar, og hafa sumir afneitað henni með öllu
(Arwidsson, 1936). Nýlega hefur lnin svo verið endurreist af Eck-
blad (1955), sem telur hana fundna í Noregi. Ekki hefur hann þó
fundið tegundina þar sjálfur, heldur byggir hann eingöngu á ein-