Náttúrufræðingurinn - 1964, Qupperneq 51
NÁTT Ú RU FRÆÐINGURINN
143
að lit, svipuð þunnum
pappír viðkomu,, og
opnast með mjóu gati í
toppinn. Gleypan brún.
Kapilluþræðirnir brúnir
eða gulbrúnir, mikið
greindir, oft hlykkjóttir.
Gróin sporbaugótt eða
egglaga, 5—6 mý á lengd,
örlítið broddótt, með 6
—10 mý löngum hala,
gulleit. Kúlan losnar
upp, þegar hún er l’ull-
þroska. Sprettur í ágúst.
Vex í þurrum móum og
á hálfgrónum meljöðrum. Allvíða, a. m. k. á Norður og Austur-
landi. Aðeins á láglendi.
Eintök þau af blýeldinum, sem hér hafa fundizt, eru flest dæmi-
gerð og mjög svipuð að stærð og útliti. Er tegundin auðþekkt frá
kerlingaiældi á stærðarmuninum, lit innbyrðunnar, svo og því
hvernig útbyrðan flosnar af, en það gerir hún aldrei á kerlingar-
eldi. Ennfremur er munninn mjórri en á kerlingareldi. Bezta að-
greiningareinkennið er þó gróin, sem eru egglaga eða sporbaugótt
hjá blýeldinum, en kúlulaga hjá kerlingareldi. Hins vegar getur
blýeldurinn líkzt eftirfarandi tegund nokkuð. Um aðgveiningu vís-
ast til þeirrar tegundar.
Fáein eintök hef ég séð, sem eru allmiklu stærri en sá blýeldur,
sem hér hefur verið lýst, en líkjast honum þó að öðru leyti. Eru
sum þeirra tekin á ræktarlandi og getur það verið orsök stærðar-
munarins. Eintök af svipaðri stærð hafa fundizt í Færeyjum og víð-
ar. Er þarna sennilega um sérstakt afbrigði að ræða.
Blýeldsins er fyrst getið héðan af Grönlund, 1879, en ekki getið
um fundarstað. Hins vegar er til í Grasasafni Hafnarháskóla ein-
tak frá Mývatni, safnað í júlí 1876 af Grönlund, sem sennilega er
óþroskaður Bovista plumbea. Rostrup (1903) getur tegundarinnar
frá Stóru-Brekku í Eyjafirði(?) (safnað af Ólafi Davíðssyni) og Dýra-
fii'ði (safnað af Ostenfeld). Stóru-Bxekku-eintökin eru til í Grasa-
safni Hafnarháskóla, en geta ekki verið B. plumbea. Dýrafjarðaiein-
4. mynd. Blýéldur (Bovista plumbea). T. v.
fullþroskað, t. h. óþroskað eintak. Foto: H. Kr.